13.12.11

Bloggggg!

Veit ekki af hverju, en alltaf líður mér jafn kjánalega að þurfa finna einhvern titil á bloggfærsluna mína, eða skíra hana.. svo þessi fær það frumlega heiti blogg haha!

En ég ætla nú að skella í eitt stykki færslu, fæ nú seint verðlaun fyrir það að vera bloggari ársins hehe..
En það er svona þegar maður er með fullkomnunaráráttu í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur, þá verð ég að gefa mér góðan tíma í að skella í eina færslu, svo er svo þægilegt að gera eitthvað svona seint á kvöldin eða eiginlega réttar sagt næturnar híhí!
Vinn eiginlega best þá :D



 Alveg ótrúlegt annars hvað tíminn líður, það er kominn desember og bráðum kemur nýtt ár úff!

Það er alltaf bara brjálað að gera hjá mér og Katríni og svo er ég enn á fullu að farða.. er akkúrat búin að fá nokkrar fyrirspurnir um farðanir núna í desember.. mikið að gerast.. áramót, nýár, útskriftir og jólahlaðborð.. þeir sem hafa áhuga mega endilega senda mér mail á facebook :)
  Módel: Kristín Egils - Mynd: Arnold Björnsson

Er sömuleiðis alltaf að durgast í ræktinni, mínu öðru heimili!.. 

Þá er mission að bæta sig komið í gang, ekki mitt uppáhalds tímabil í öllu þessu ferli en samt sem áður ekkert leiðinlegt svona í desember mánuði.. bulkið mikla!
Er búin að vera á milli kattar og bulks í ár, en ég fæ ekki nóg.. alltaf langar manni að gera betur :D víjj!

Sem kemur að því ó hvað ég elska að baka, samt ekki eins mikið og ef ég ætti bleika Kitchen aid vél hehe.. 

Bakaði heilar 6 sortir síðustu jól minnir mig.. það var bara allt eða ekkert. Svo mikið til að gómsætum uppskriftum að ég tók mig til og prufaði það helsta, marskökur, snickerskökur, sörur og name it! <3
Það var allavega greinilegt að þetta var mega gúrm þar sem sörurnum var stolið fyrir utan hjá mömmu minni um jólin þar sem þær stóðu í kælingu þar sem frystirinn var troðin.. sumt fólk !

Nammi namm!

Var akkúrat að skoða kökubækur áðan er komin í mega jólaanda og var að reyna finna út hvað ég ætti að baka.. er meistarinn í að safna uppskriftarblöðunum sem hanga svona hjá nammistöndunum yfir jólavertíðina haha :D

 Það verða allavega sörur, svo koma twix hafraklattar og snickers múffur sterklega til greina!

Svo er ég búin að vera mega dugleg að skreyta.. minn elskulegi kærasti keypti jólatré, hvítt notabene.. nýjasta æðið í dag!
Og fékk ég þau skilyrði að það yrði blá sería og svo bláar kúlur í bland við silfur.. en ég fór og keypti hvíta seríu og bleikar og fjólubláar kúlur og skreytti meðan hann var sofandi híhí!

Og vá seinustu daga þegar ég hef farið í Hagkaup eða slíkt hef ég ekki getað hamið mig.. svo mikið af fallegu naglalakki til frá OPI.. Kardashian línan, Miss Universe og Nicki Minaj línurna !
Finnst líka nöfnin á Miss Universe lakkinu algjör snilld - It's my year er þetta fjólubláa og bláa heitir Swimsuit nailed it.. keypti mér þetta bláa og silfurglimmer og er svo heppin að ég fékk þetta fjólugyllta í skóinn! <3

Kv.gellan sem er alltaf að kaupa naglalökk og nennir svo ekki að setja þau á sig.. ef mig langar að gleðja mig þá kaupi ég mér naglalakk eða eyrnalokka elska það!

Naglalökkin og hluti af eyrnalokkunum mínum :)
 
Verst er að það eru aldrei testerar af OPI lökkunum til að prufa, því yfirleitt eru þetta svona one hit wonders, sem koma ekki aftur.. hér eru myndir af línunum :)


Miss Universe!


Nicki Minaj!


Kardashian Kolors!

Klárlega efni í jólapakkana í ár!

En ég ætla skella í mig Casein próteini með smá Chocolate mint whey próteini af því það er svo gott á bragðið og koma mér í háttinn!

Eitt nýársheitið verður klárlega að vera duglegri að blogga!
Þangað til næst ..

LUV Ale:*



3 ummæli:

  1. Haha! Ég veit heldur aldrei hvað ég á að skýra færslurnar. Stundum skrifa ég færslu og geymi hana svo í smá tíma þar til ég finn eh frumlegra en einmitt Blogg. Öfga lökk, ég í hagkaup ! =)

    SvaraEyða
  2. Skella þér í háttinn.. kl 6 um morgun! hahah góð ;)

    SvaraEyða
  3. Þettaa er utlenski timinn:) klukkan var svona 2;)

    SvaraEyða