21.12.11

Víjjj !

Jæja I suck! 

Ég get svo svarið það mér er ekki ætlað að gerast þessi ofurbloggari sem ég ætlaði að gerast haha!
En er að hugsa að vera duglegri og koma ekki alltaf með einhverjar ritgerðir bara svona smásmá, til að halda þessu gangandi hérna hjá mér, ekkert gaman að fylgjast með bloggi þar sem það kemur kannski mögulega ein færsla á mánuði..
En það er nú ástæða fyrir því.. alltaf jafn mikið að gera..ó hvað ég elska að hafa mikið að gera:D
Mikið að gera í vinnunni, svo ræktin og svo var ég í prófi!
Kláraði sem sagt einkaþjálfaraskólann á laugardaginn og er því orðin einkaþjálfari.. víjj gleðigleði!


Bambi að hjálpa mömmu sinni að læra

Mun að sjálfsögðu halda áfram að vinna hjá Betri árangri hjá henni Katríni, enda er allt brjálað að gera og ég get ekki ímyndað mér hvernig janúar mánuður verður!
Munum mögulega opna nokkrar dagsetningar í janúar.. þannig það er um að gera að fylgjast með t.d. á facebookinu hjá Betri árangri.
Spennandi tímar framundan! :D

Alls ekki leiðinlegt að vinna við það sem manni finnst skemmtilegt.. þjálfa og make up <3

Fór akkúrat í myndatöku daginn eftir mót sem hún Sunna Hlín eigandi Perform.is bauð þeim sem eru í Team Peform í. Hjá Kristjáni Frey sem ég hef farið til áður.. ætla skella nokkrum myndum inn. Alltaf jafn ánægð með myndirnar, átti erfitt með að velja!





 Eitt af því sem ég elska að gera er að fara í Hagkaup og skoða, svo mikið hægt að gramsa þar.. rakst akkúrat á þetta og auðvitað langaði mig í!

Svo mikið uppáhalds þegar ég var lítil, mátti sko ekki missa úr þætti!
 Man alltaf eftir þættinum þegar múmínsnáðinn fór í töfrahattinn hjá galdrakallinum og breyttist í skrímsli og spurði mömmu sína hvort hún þekkti nú ekki múmínsnáðann sinn..
Já ég er lúði..!



Jólasveinninn hérna í Garðabæ las hugsanir mínar og ég fékk Snorkstelpu bolla :D <3

Þangað til næst

LUV Ale:*

0 ummæli:

Skrifa ummæli