5.8.13

Versló og gleði

Áður en ég byrja að skrifa færsluna ætlaði ég bara að láta vita að það voru tvær spurningar undir blogginu fyrir neðan sem ég er núna búin að svara :D
Er alltaf logguð inn á google undir þjálfuninni þannig ég hef ekki getað svarað, en ætla vera duglegri að bæta þetta.. finnst svo gaman að fá komment :D

Anyways... verslunarmannahelgin komin og farin !
Ég, systir mín og vinkona pöntuðum okkur miða einn dag á Þjóðhátíð og ætluðum því að fara á sunnudeginum líkt og við gerðum seinast.. en því lengra sem rann að verslunarmannahelginni því minna langaði okkur....
JÁBB við elskum kósý !
Og plús það að keyra þarna fram og til baka til að vera í nokkrar klukkustundir.. ég var edrú seinast en þreytuþunn í nokkra daga eftir á.. meikaði ekki aftur haha

Ég var með eitt af markmiðum að njóta lífsins í sumar og hef gert það eftir bestu getu haha..
Ekki beint búið að vera gott veður og ég á eftir að fara í sund, á línuskauta og meira út að hlaupa svo eitthvað sé nefnt :D
EN stundum þráir maður bara að vera heima að gera ekki neitt og ég er ekki búin að upplifa þannig helgi lengi..
Mikið var það ljúft að fá að vera í sloppnum heima ..
Bambi joinaði okkur í sloppageðveikinni..!


En já við þurftum nú samt að bæta þetta upp á einhvern hátt.....
Og varð sólarlandaferð fyrir valinu.. Halelúja og AMEN :)
Krít í byrjun september víjjjjjjjj
Hef ekki farið til sólarlanda lengi og mikið betri kostur en einn dagur í ruglinu í Eyjum.
MIKIÐ innilega hlakka ég til, getekkibeðið.


Elsku strönd.. ég er að koma :)

Maður verður að sjálfsögðu að eiga réttan klæðnað fyrir slíkt tilefni og fékk ég alvöru manneskju í málið, hana Freydísi sem saumar keppnisbikiniin.
Mig hefur alltaf langað til að keppa í bleiku bikini en hugsað að það væri kannski of mikið af því ég svolítið mikil Barbie dúkka þegar ég keppi.
Þess vegna varð bleikt fyrir valinu með sundbikini, en Freydís er að selja bikini líka fyrir sund og sólarferðir.

Sótti mitt núna í vikunni.. svo fallegt !


Verður ekki leiðinlegt að liggja á ströndinni eða sundlaugabakkanum að tana í þessu.
Hlakka svolítið mikiðmikiðmikið til :D

Ég fór líka í seinustu viku í Under Armour því það var ný sending að koma og missti mig smá í gleðinni, svo mikið af fallegum litum, eða já mikið af bleikum.. og alveg fullkomnum bleikum 
Ég elska að klæða mig fínt í ræktina.
Á smekkfullan skáp af fínum fötum en er mest í kósý og íþróttafötum..

Ef ég fer í fín föt þrái ég ekkert heitar en að koma heim, rífa mig úr þeim og hoppa í kósýgallann.. eðlilegt.


Er búin að bíða eftir að eignast svona bol í þessu sniði í kúl lit , því hún Nicole Wilkins er alltaf í svona og mér finnst það svo flott hehe


Ég og Ísa að vera twins á æfingu 


Tvær nýjar peysur, Nicole Wilkins bolurinn, tvær nýjar buxur og hárbönd.. loveit!

Gæti skrifað endalaust núna er í eitthverjum gír en skrifa bara annað blogg í vikunni.
Ætla henda mér á æfingu og gera eitthvað sniðugt í dag.


PS. 4 VIKUR Í KRÍT 


Þangað til næst
LUV ALE :*

8 ummæli:

  1. Nafnlaus5/8/13 15:48

    áttu betri mynd af buxunum? langar svo að sjá hvernig buxur þetta eru :)

    SvaraEyða
  2. Hér eru þær :D

    https://www.facebook.com/photo.php?fbid=687382111278234&set=pb.129484357068015.-2207520000.1375714887.&type=3&theater

    Langar að kaupa mér aðrar til að eiga bara aukalega svo ótrúlega þægilegar :)

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus5/8/13 21:43

    er peysan bara rennd í hálsmálinu, langar í svonaa ef hún er með rennilás alla leið :)

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus5/8/13 23:46

    Hvar er þessi under armour búð sem þú ferð í :) ?

    SvaraEyða
  5. Under Armour er selt í Útilíf og Intersport :D

    Önnur bleika peysan sem ég keypti er þykkari og er rennd alla leið sendi tengil hér:
    https://www.facebook.com/photo.php?fbid=687382371278208&set=pb.129484357068015.-2207520000.1375775479.&type=3&theater

    Þessi sem ég er í á myndinni er þynnri og rennd við hálsin:
    https://fbcdn-sphotos-f-a.akamaihd.net/hphotos-ak-ash3/1016809_687382424611536_1671283888_n.jpg

    kv.Ale :*

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus7/8/13 13:56

    þetta tengist ekki beint greininni þinni en mig langadi bara ad spurja þig nokkurra spurninga...

    1. Hvad varstu þung þegar ad þu byrjadir ad æfa fyrir fitness?
    2. Kl. hvad vaknaru a morgnanna ef þu ert i nidurskurdi fyrir mót?
    4. Tekur þu alltaf morgunæfingar?
    3. Hvada mót hefur þu keppt i erlendis?

    Og eitt ad lokum, eg er 17 ara og er med frekar stóran rass, gætiru komid med einhverjar gódar æfingar fyrir rassinn?
    (til þess ad móta hann vel) :D

    SvaraEyða
  7. Hæhæ :)

    Hmm allt mjög random spurningar.
    En hér koma svörin :)

    Með þyngdina þá skiptir hæðin náttúrlega máli líka en ég er 173 cm að hæð og var rúmlega 56 kg þegar ég byrjaði að keppa.
    Það er bara mjög mismunandi klukkan hvað ég vakna, eftir hvort ég sé í morgunbrennslum eða ekki.. en vakna yfirleitt mjög snemma.
    Það fer allt eftir forminu hvort ég taki morgunæfingar eða ekki.

    Hef keppt á Arnold Classic USA og Europe.

    Get sett inn blogg með góðum rassaæfingum bráðlega.
    Vonandi nýtast þessar upplýsingar þér eitthvað.

    kv.Ale

    SvaraEyða
  8. Nafnlaus8/8/13 18:23

    ok takk ædislega! :D

    SvaraEyða