30.7.13

GÆSUN Rósu

Aldrei þessu vant hef ég frá ótal mörgu að segja, en ég ætla taka fyrir laugardaginn sem er einn sá skemmtilegasti sem ég hef upplifað! :)

Þið sem hafið fylgst með blogginu hafið kannski tekið eftir því að ein af mínum bestu vinkonum er að fara gifta sig.. Rósan mín
<3
Þetta brúðkaup mun án efa vera oneofakind þar sem hún er ein mesta prinsessa sem ég veit...
Þyrfti eiginlega að fá Séð og Heyrt til að ganga í að skrifa um þetta.
Barnið ætlar að baka allt sjálf, er að steina kjólinn sinn og bara nefndu það.. aðeins of mikið krútt.


En það sem við vinkonur hennar þurftum að framkvæma var gæsunin hennar.

Ég vissi að hún myndi vera smá krefjandi verkefni þar sem að meiri stelpu og prinsessu finnur þú ekki, hún lætur svo sannarlega ekki bjóða sér hvað sem er haha...
Markmiðið var því að halda henni classy, stelpulegri en samt skemmtilegri.


Við vinkonur hennar höfum lagt ráðin í grúppu á facebook frá því fyrir páska til að hafa daginn ógleymanlegan og fóru hjólin loksins að snúast almennilega í byrjun sumars en þá skipuðum við þrjár til að hafa yfirhendina í samvinnu við mömmu hennar Rósu.
Við köstuðum hugmyndum fram og til baka og vorum komnar með ágætis grunn fyrir plön í byrjun júlí, en markmiðið var að hafa hana í enda júlí svo að hún hefði allan tíman í heiminum til að stússast í ágúst fyrir brúðkaupið sem er svo í lok þess mánuðar.


Í vikunni fórum við að fá fiðring af spennu fyrir því sem framundan var en við höfðum að sjálfsögðu fengið tilvonandi eiginmann hennar með í spilin til þess að hún væri algjörlega grunlaus um plön okkar.
Á föstudeginum hittumst við skipulagsnefndin og versluðum tilheyrandi skraut og veigar og skreyttum íbúðina hjá mömmu hennar sem var endastoppustöð morgundagsins að frátöldum bænum.
Og það fyndna var að þá var dagskráin einmitt fínpússuð og fullkláruð og stóri dagurinn eftir og allar stelpurnar orðnar virkilega spenntar :D

Við vorum nokkrar sem vorum að fara keyra hópinn, þar á meðal ég og byrjaði ég daginn svo skemmtilega á því að sprengja eitt dekkið á bílnum þar sem ég var of mikið spennt í mínum eigin heimi að keyra útaf bensínstöð..!!!
Stundum þarf eitthvað slæmt að gerast til að gott komi út úr því haha..
Sem var svo sannarlega raunin :D


Við hefðum ekki getað beðið um betra veður, besti sólardagur sumarsins sem fullkomnaði daginn enn frekar.
Allt gekk eins og í sögu og ég get skoðað þetta blessaða albúm mitt með öllum myndunum frá deginum aftur og aftur og ég fæ bara gæsahúð.

Rósa fékk meira segja prinsessuoutfitt fyrir kvöldið og það skemmtilega er að allar vinkonur hennar eru tengdar henni úr mismunandi áttum en smullum við svo fáranlega vel saman og áttum virkilega góðan dag saman til heiðurs Rósu.

Nú bíð ég spennt eftir að fleiri vinkonur mínar fari að gifta sig haha.. 
Leyfi myndunum að tala sínu.
OG TAKK STELPUR fyrir daginn :*


Skreytingar og skemmtinefndin deginum áður


Fallega borðið og typparörin sem slógu í gegn


Þar sem töfrarnir gerðust.. ég er svo gamaldags.. skipulagsbókin haha


Miðinn sem hún fékk í hendurnar um morgunin.


Sótt með tilheyrandi látum áður en hún fékk að hitta allar vinkonur sínar


Fyrsti búningurinn sem hún fékk.. Esmeralda


Popparagolf FM957 með bleika golfsettið sitt


Hópurinn allur samankomin


VOX í brunch.. NAMMI NAMM.. fer aftur næstu helgi svo gúrm !


Ljóskuskipulagsnaggar í bleikum Under Armour bolum haha


Krúttlega typpakakan sem Rósa þurfti að sækja


Aðeins of niiiice


Rósa prinsessa <3 outfitt kvöldsins.


Glösin voru svona um kvöldið haha


Fengum skemmtilega heimsókn.. snillingur þessi kona


Mæðgurnar fallegu :*


ONE LOVE <3


Þessi vil alltaf grænmetisbát á Nonna eftir djömm.. fékk gjafabréf upp á slíkan haha

Get svo ekki beðið eftir stóradeginum hennar og hafa meira gaman, tárast, hlægja og fá smá gæshúð.

Þangað til næst
LUV ALE :*

3 ummæli:

 1. hvar fær maður typparör?????? er að fara að gæsa :)

  SvaraEyða
 2. Hvar fékkstu þessi lituðu armbönd :) ?

  SvaraEyða
 3. Typparörin keyptum við í einhverri fullorðinsbúð á Hverfisgötunni.
  Armböndin átti ég til sem ég keypti í fyrra, man ekki hvað búðin heitir en ég keypti svo viðbót við þau úr búðinni I am sem er í Kringlunni.. var þar í gær eru enn til :D

  SvaraEyða