28.5.13

tridjudagsdulleri

Jájá !
Ég get svo svarið það, hef seinustu kvöld setið eins og naggur límd fyrir framan tölvuskjáinn að horfa á Greys þar sem ég skyldi við seinast..
Ákvað að taka smá pásu og skella í eina litla færslu :)

Ég sem var komin með æluna upp í kok af þeim en þurfti aldeilis að kyngja stoltinu þar sem ég er orðin húkt og er búin að hlæja, tárast og fá gæsahúð..

ó hve mikið ég saknaði þeirra..



Ég ætlaði að vera mjög framtakssöm og nota bara myndavélina mína til að smella einhverju skemmtilegu bloggi saman þegar ég áttaði mig á því að ég hef pakkað hleðslutækinu fyrir hana niður í flutningum og ég veit ekki hvar það er niðurkomið í kassa :(

Sem er leiðilegt því ég elska að blogga með fulltfulltfullt af myndum.
En ég er samt googlemyndameistari svo þetta reddast.
Það sem ég get ekki fundið þar með hugmyndafluginu hehe..

En eins og alltaf veð ég úr einu yfir í annað.

Birtist skemmtilegt viðtal við mig í Fréttatímanum a föstudaginn í dálkinum Í takt við tímann, þar sem rennt var yfir minn helsta búnað.
Leyfi myndinni að fylgja með í blogginu og hægt er að lesa nánar HÉR :)



Svo verður mataperrinn í mér að deila með ykkur algjörri snilld, ég elska allt svona mexíkanst, asískt, indverskt og sterkt.
Enda deildi ég uppáhalds sósunni minni (sambal sósunni) hér á blogginu mínu um daginn sem er nánast bara chili.
Hef fengið nokkur komment frá stelpum í þjálfun hjá okkur sem ákváðu að smakka en gátu ekki borðað hana af því hún er svo sterk.. ég sem get borðað hana með skeið haha..

EN allavega þá er jalapeno og sólþurrkaðir tómatar líka í uppáhaldi svo ég var virkilega sátt að sjá að það eru til gúrmei góðir þannig í poka frá Himneskt, ekki löðrandi í olíu.
Gerði dýrindis kjúllaspaghetti í gær í allri gleðinni við þessa uppgötvun :D


Svo er ég loksins komin með drögin af einu bloggi sem ég lengi ætlað að skrifa um það hvernig ég upplifi undirbúning fyrir mót og allt í kring.
Vildi bara gefa mér góðan tíma í hana :)
Svo hún er eitt af mörgu næst á dagskrá..

Ætla að slútta þessu og kúra litla Bamban minn..
Svo ánægð að hann og voffinn hennar systir minnar séu orðin góðir vinir :D


Sara að passa Bamba litla í kúrinu hihi..

Eitt kvót í lokin sem mér finnst virkilega flott og vel mælt.
Þangað til næst.



LUV ALE :*

2 ummæli: