22.5.13

comfort, bikini, kökur og gledi

Ég er búin að komast að því seinustu daga að ég þarf að lifa lífinu meira !
Hefur bara verið aðeins of gott að vera heima, í ræktinni eða vinnunni eða daglegri rútínu in the comfort zone, nú er ég hinsvegar búin að fá hugljómun og ætla hafa þetta sem eitt af mínum markmiðum.
Vera duglegri að njóta lífsins coming up vúhú :)



Ekki það að ég er nú alveg búin að gera og afreka helling, en mætti nú aðeins vera villtari og flippaðri og kannski fara í bíó eða jafnvel sund haha..

Ég viðurkenni að seinasta sumar var ég lítið til í annað en að hanga heima og píndi mig til að mæta í ræktina, þá með derhúfu í risastórum peysum, andlit niður í gólfið og meðfram veggjum, enda þekktu mig fáir.
Svo var ég bara í þvílíkum keppnisham eftir það og þurfti að leggja mikla vinnu í sett markmið og einhvernstaðar þar á milli gleymdi ég að gera hluti fyrir sjálfa mig og vini mína.
Er ég því endalaust þakklát þeim sem standa mér næst og hafa staðið við bakið á mér í öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur:*
Þrjóskan, metnaðurinn og ást mín á rútínu og skipulagi mér getur alveg farið með mig stundum hehe..
Eftir að ég svo keppti eftir bulktímabilið hélt ég bara áfram að vera í comfort zone-inu því það var einmitt svo þægilegt, en hef smátt og smátt verið að vinna í þessu og þrátt fyrir að ég stefndi ekki á mót núna um páskana, þá var það einstaklega góð upplifun og gerði mér ekkert nema gott.
Lærði svo mjög mikið á sjálfa mig á þeim skamma tíma sem undirbúningurinn stóð og er enn að læra ;)

Núna hinsvegar þegar ég loksins ætla að gera fullt sem meðal annars inniheldur sól og gleði þá er bara ennþá vetur!?
Ég er ekki alveg að skilja þetta veðurfar hér á landinu og mun eflaust aldrei gera það.

Var að koma úr kökusmökkun hjá einni af mínum bestustu henni Rósu þegar ég sest hér til skrifta.
Hún bakaði nokkrar sortir til að finna hvað hentar best fyrir stóra daginn !
Mesta krútt í heimi sem ætlar að baka sína eigin brúðarköku með skrauti sem hún mun gera sjálf
<3


Kökurnar sem í boði voru :D

Meðan vinkonur mínar eru að gifta sig, eignast börn og kaupa íbúðir er ég 24 ára að flytja aftur heim til mömmu minnar með eitt stelpulegasta herbergi sem ég veit í Barbie stíl, sleppti þó að mála það bleikt eins og herbergið mitt var áður hehe..
En mamma er líka mesta dúllan og hugsar vel um mig :*
<3

Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar :)

Fór seinustu helgi í myndatöku til Kristján Freys sem ég hef farið til áður og nýttum við einnig tökuna í myndir fyrir nýja bikinilínu hjá henni Freydísi.
Það er eitt hörkukvendi skal ég segja ykkur lesendur kærir.
En hún er manneskjan á bakvið flest öll keppnisbikini sem eru hér á landinu, þannig að það má í rauninni segja að mótin séu einskonar tískusýning fyrir hana haha..
Hún er loksins búin að leggja á laggirnar sína eigin bikinilínu fyrir okkur kvennpeningin sem við getum spókað okkur um á sundlaugabökkum landsins.. já eða bara erlendis!
Það er hægt að panta hjá henni í gegnum facebookið hennar HÉR.


Ég og Sigga kærastan hans Kristjáns sem er einnig búin að vera keppa skelltum okkur í nokkur sem eru ready og sátum fyrir..




Svo mörg flott hjá henni að ég á erfitt með að velja.
Ekki leiðinlegt að eiga custom made sundbikini og lúkka í leiðinni


Svo leyfi ég einni annari að fylgja með sem ég var búin að fá.
Í hvert skipti sem ég hef farið í myndatöku hefur ein myndin verið í bol með kvóti.
Í þetta skipti var það mitt uppáhalds kvót :)
Gaman að gera eitthvað svona og eiga.
IF YOU CAN DREAM IT YOU CAN DO IT


Enenenen...
Ég er að vinna mig í það að skella í eitt stykki makeupfærslu sem ég hef ætlað að skrifa frá því hmmm.. fyrir þremur vikum síðan en ég meika ekki að taka myndir af sjálfri mér svo ég ætla fá eitthverja góða vinkonu í það mission.
Ogogog margt fleira.. er bara smá extra löt því ég nenni ekki að taka myndir á myndavél.
En þesssi frestunarárátta er ekki að gera sig... svo það verður sett í gang í vikunni.

Svo ég minnist kannski á það þá er allt að verða fullt hjá mér í make up fyrir komandi útskriftir.
Til þess að bóka tíma þarf að hafa samband við mig sem fyrst á facebookinu mínu upp á þú að tryggir þér tíma :)
Á einungis laust aðeins eftir hádegi á komandi laugardegi.
Leyfi einni mynd að fylgja frá henni Hjördísi sem kom til mín fyrir útskriftina sína seinasta  laugardag.


Elska kisueyeliner !

En ég er að spá að vippa mér til svefns..
Og mögulega byrja daginn á því að hlaupa voginn hér í Grafarvoginum..
Það er gott að byrja daginn vel og fá smá útrás :
D

Þangað til næst

LUV ALE :*

1 ummæli:

  1. Haha já Ale, hvernig væri að fara skella sér í bíó!

    SvaraEyða