17.5.13

föstudagsgledi


Það er komin föstudagur víjjj !
Ég er nú yfirleitt ekki þannig að ég spái mikið í helginni.. en þessi vika hefur verið einstaklega lengi að líða og svo mikið stress eitthvað, svo þessi helgi er kærkomin :D

Það var líka ekki leiðinlegt að vakna og sjá glitta loksins í smá touch af þessu sumri sem ætti að vera komið að mínu mati...

 Kannski að skella smá 7,9,13 á þetta til að jinxa ekki.
Stóð sjálfa mig að því að skoða helstu ferðaskrifstofur landsins í vikunni og láta mig dreyma um útlönd, jafnvel þótt ég færi bara ein haha...

Það er svo spennandi að geta notið sumarsins í botn.
Eitt af markmiðunum þetta sumarið verður að njóta lífsins, en ekki vera heima í kósýbuxunum eins og seinasta sumar vúhú !

*Er að fara í fyrsta skipti í brúðkaup og líka  gæsa.. slæ tvær flugur í einu höggi.
Er mega spennt fyrir því.
Hún
Rósa mín mun vera svo flott brúður <3
*Ætla bara til útlanda sama hvað og slappa smá af
*Spurning að dansa eitthvað niðrí bæ með uppáhalds, áttaði mig á því um daginn að ég hef ekki farið almennilega á djammið í nánast ár.
*Út á land, vélsleða og meira gaman :D
*Sund, út að hlaupa Grafarvoginn og já það má segja að ég sé full eftirvæntingar því ég á svo margt sem ég þarf að bæta upp fyrir sjálfa mig og vini mína hihi..

Er líka spennt fyrir öllum förðununum sem eru framundan en það fer allt að vera fullbókað fyrir útskriftirnar hjá Háskólunum bara gaman af því.


Var einmitt að skoða myndavélina hjá henni mömmu minni til að færa inn makeupmyndir þar sem mig vantar enn hinn helmingin af mér (my lovely iphone) og rakst í myndband sem hún mamma dúlla og systir mín hafa tekið upp þegar ég keppti seinast.
Hef yfirleitt verið með mega kjánahroll við að horfa á sjálfa mig en ég verð eiginlega bara að segja að ég sé nokkuð sátt með mitt.
Auðvitað má alltaf gera betur, en það verður þá í náinni framtíð.


Setti myndbandið inn á likesíðuna mína HÉR - fitness flokkur kvenna +163cm top 6 !
Er þar í rauðu bikinii með karamelluljóst hár.

Gaman að sjá hvað margar stelpur sem eru komnar með likesíðu eru duglegar að pósta inn efni.
Þar eru t.d. Kristín Guðlaugs og Margrét Lára sem hafa verið þjálfaðar af okkur í Betri Árangri.
Eru ótrúlega duglegar að setja myndbönd af allskonar æfingum og uppskriftir, ég verð að fara spýta í lófana.
Getið fylgst með þessum bikinibombum hér.

KRISTÍN OG MARGRÉT




Jéssörí allt að gerast!
Eurovisionhvítasunnuhelgi að renna í garð.

Ætla að gera fullt skemmtilegt ! :D
Er að spá að taka smá lögn og gera og græja fyrir eitt spennandi á morgun.

Langaði bara eitthvað svo að blogga hihi..
Njóttu helgarinnar vel, enda extra löng.


Smá svona föstudags nett lag í endan.



Þangað til næst
LUV ALE :*

2 ummæli:

  1. Alltaf gaman að lesa bloggin þin sama hvort þau eru stutt eða löng :)
    En sma pæling .. hvað tekuru fyrir förðun ??

    SvaraEyða
  2. Thetta er svona nokkurskonar summer resolutions blogg:) eg tharf ad skrifa lista sjalf yfir hluti sem mig langar ad gera i sumar, svo spennandi!
    - Andrea

    SvaraEyða