1.6.13

naglalakkaperrinn og nördið

ÞAÐ er komin helgi !

Og í tilefni þess ætla ég að taka eitt stk kósýhelgi með systrum mínum og mömmu og auðvitað krökkunum okkar, sem sagt voffunum Söru og Bamba.
Þar sem ég er búin að vera slöpp alla vikuna en týmdi samt bara að pása æfingu einu sinni...
SKAMM á mig þar sem að það er ekki sniðugt að leyfa líkamanum ekki að jafna sig.

Ætlaði svo mikið að hvíla í gær en fékk of mikið motivation við að sjá gamla mynd af Katrínu frá því hún var að fara keppa á
Arnold Classic USA 2010, sem hún svo vann :D

Deili henni hér með ykkur líka 


Man ég starði alltaf á hana eins og hún væri eitthvað kjötstykki þegar ég var lítil rækja í ræktinni a brennslutækjunum hihi

Annars hef ég tekið gleði mína á nýjan leik þar sem ég fékk símann minn LOKSINS í hendurnar..
Þetta voru langar 3 vikur, þannig núna get ég farið að bomba inn myndabloggum eins og engin sé morgundagurinn vúbbídú !


Ég fyrir og eftir að ég fékk iphoneinn minn aftur í hendurnar

Annars þarf lítið til að gleðja lítið hjarta.
Ég verð eiginlega að játa að ég er kannski smá nýjungagjörn, en það er svo gaman að prufa eitthvað nýtt og skemmtilegt..
Þess vegna VERÐ ég að smakka nýjasta nýt frá Nóa Siríus, karamellu Nóa Kropp.
Það er nú einu sinni nammidagur hihi

Bíð svo spennt eftir að þeir komi með eitthvað gucci hvítt súkkulaðinammi á markaðinn.

Svo...
Þurfti ég náttúrlega líka að smakka nýjasta nýtt frá MS sem er skyr.is með banana!!
Fæ alltaf svona æði fyrir eitthverjum mat og þessa stundina er banani í uppáhaldi.
Ég gef þessu skyri 10 í einkunn er gúrmei gott og mjög hentugt að það er einmitt í svipuðum dúr og vanillu skyrið svo það er hægt að nota það í köttinu.



Ég veit ekki hvort ég eigi að halda áfram þar sem þetta blogg er farið að endurspegla hversu mikið nörd ég er haha..
EN ég er naglalakkaperri dauðans og um daginn langaði mig allt í einu mjög mikið í bleikfjólublátt naglalakk í stíl við kjól og bol sem ég á.
Fór í nokkrar búðir í gær og fann loksins rétta litinn í BOURJOIS rekka, liturinn er nr 26.
Finnst þetta svo sumarlegur og kjút litur :)

Er með hann á mér núna svo fínt !

Annars er ég farin að stússast á þessum fína laugardegi, farða og svo góða æfingu með litlu systir
<3


OG eitt gott lag í endan, sem er búið að vera á repeat síðan í gær.



Þangað til næst

LUV ALE :*

6 ummæli:

  1. Rósa Sigr.Ásgeirsdóttir1/6/13 13:16

    Já sæll er komið ný bragðtegund af skyr.is !!! Takk vissi það ekki og ég sem er alger skyrgámur hahaha. Sko alltaf að læra af blogginu hjá þér. Góða helgi.

    SvaraEyða
  2. Haha eins og ég segi Rósa það þarf lítið til að gleðja mann.. njóttu vel :D

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus4/6/13 15:56

    Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt! Alltaf svo jákvæð og skemmtilegar færslurnar og yndislega stelpulegt allt saman haha :)

    SvaraEyða
  4. Æjj vá takk svo gaman að fá svona skemmtilegt og jákvætt komment :)
    Hvatning fyrir mgi til að vera duglegri að blogga :*

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus5/6/13 00:47

    Hvar fær maður þetta nýja skyr :)? Fann það ekki í Krónunni í dag.
    Kv. Þorbjörg

    SvaraEyða
  6. Ég keypti það í Hagkaup Skeifunni :D

    SvaraEyða