20.8.12

Ný like síða

Gaman að segja frá því að litla bleika síðan mín sem mér þykir alveg ógurlega vænt um er orðin eins árs !


Krúttlega kaka með múmínsnáðanum og snorkstelpunni <3
Væri til í svona afmælisköku eftir mánuð víjj.

Síðan ég byrjaði með bloggið mitt hefur nú ýmislegt gerst og er ég nú bara rétt að byrja enda öll að koma til í blogginu.. svo gaman að vita að það sé einhver að lesa.

Langar til að þakka ykkur fyrir það :*

Annars lét ég loks verða af því.. eða réttar sagt lét undan þrýstingi hehe
Í nánast ár hefur Katrín og fólk í kringum mig bent mér á gera like síðu og fannst mér ég taka stórt stökk að gera like síðu fyrir bloggið mitt.

En til að ég geti verið virkari og ekki bara póstað inn linkum heldur myndum og svona skemmtilegu líka, ætla ég frekar að nota nýju like síðuna mína og pósta linkum af blogginu þar inn sömuleiðis.

Þætti ótrúlega vænt um ef þú myndir smella eins og einu litlu like-i.
www.facebook.com/betriale

YKKAR ALE <3

0 ummæli:

Skrifa ummæli