3.4.12

Spennan magnast!

Stundum að vera duglegri í færslunum!

En það er lítið hægt að einbeita sér að þeim þar sem það eru allir sem ætla að komast í bikiniform fyrir sumarið.. já svona nema ég og Dagbjört, bulkararnir miklu.. aka Walrus!
En það er því brjálað að gera í skráningunum hjá mér og Katríni og svo er Íslandsmótið í vikunni.. þvílík og önnur eins spenna!

Fæ þá að sjá öll skrokkabörnin mín og Katrínar á sviðinu, stelpurnar á pósunámskeiðinu mínu og svo stelpurnar sem ég farða fyrir mótið :D
Þannig ég fæ að keppa í öllum Betri árangurs kroppunum sem þjálfari.. aðeins of spennt!
Mitt fyrsta skipti sem þjálfari fyrir mót <3

Og ekki verra að litla en samt stóra systir mín.. ekki skemmtilegt að vera elst en samt minnst er að fara keppa í sitt fyrsta skipti.. endalaust stoltust af litla nagginum.


Mæli með því að kíkja ef þú ert áhugamanneskja um fitness!
Get ekki sagt annað en að mig langi að keppa við að sjá myndina svona af sviðinu séð!
Úfff ! :)

Annars ætlaði ég bara að hafa þetta í styttra laginu.. kem með einhverjar gúccí myndir frá mótinu og af förðunum þegar að því kemur!

Þangað til næst..

LUV Ale :*

0 ummæli:

Skrifa ummæli