21.3.12

Smásmá

Það er nú alveg komin tími á nýja færslu!


Það er ekkert lítið sem ég þrái aftur Bandaríkin, sem fráhvarfs einkenni að vaka frameftir nóttu á LA tíma.. þvílík gleði sem því fylgir.. ekkert lítið sem sólahringurinn er í algjöru tjóni eftir það.. úff!!

Ég er líka lítið búin að gera annað en sofa, vinna og ræktast og ekkert búin að pása almennilega því ég er svo mikill ræktardurgur og var að vinna upp dagana sem ég missti út á öllum þessu ferðalagi heim!
Það var því tekin góð pása frá ræktinni í dag.. en það er bara eitthvað svo endurærandi við það að mæta og taka smá á því.. eins durgalega og það hljómar.. haha


Bambi fer bráðum að mæta með mér víjjj!


Var akkúrat að taka til í fataskápnum þegar ég kom heim um daginn og er sko aldeilis ekkert að hata hvernig ræktarfatahillan mín lítur út..!Svo margir fallegir litir <3


Svo styttist bara í mótið og hlakka ég svo mikið til að sjá allar stelpurnar í þjálfun og af pósunámskeiðinu og tala nú ekki um þær sem ég mála líka..
Fæ allavega eiga smá þáttöku í þessu móti þó svo að því fylgi ekki að stökkva á sviðið..
Það mun samt vera skrítin tilfinning!
En allt fyrir bætingar :)

Tveir hlutir sem ég þrái þessa stundina:

*Pastel gult naglalakk*

Var að horfa á Pretty little liars og ein var með svo töff gult naglalakk.. þrái!


*Kinderegg páskaegg*

Man þegar það var selt hérna í "gamladaga" en nú finnst það hvergi nema í útlöndum.. svo gott!
En læt þetta gott heita í bili.. þangað til næst 

LUV Ale:*

0 ummæli:

Skrifa ummæli