23.2.12

Tónlist luuv

Sit hér vakandi klukkan þrjú að downloada lögum í elskulega litla i-podinn minn, með ónýta i-podinn að finna hvaða lög mig langar að halda í..
Mission sem ég hef stefnt að i eitt og hálft ár eða svo.. !

Það var sko sá tími þegar maður var í menntaskóla þegar OC, One Tree Hill og slíkir þættir voru í hámarki sem ég lá á netinu að horfa á þættina og svo downloada lögum.. var algjört þáttanörd!

Semí emo þættir stundum en vá hvað ég sakna þess að horfa á þá og finna svo öll góðu lögin úr þeim!



Það er margt sem hefur breyst á þeim tíma.. og alltaf minni tími sem maður hefur í svoleiðis tjill :)
Sakna þess stundum.. verð að gefa mér meiri tíma í að grafa upp ný lög..!

Var náttúrlega algjör leppalúði á þessum tíma.. þá var það sko carharrt buxur, gaddabelti, dead bolur, vesti og afa húfa.. ég og þessi blessaða húfa vorum one love <3


Flippkötturinn ég á sínum tíma!

Langaði annars að skella hér inn nokkrum uppáhalds lögum úr þáttunum:


A bad dream - Keane - languppáhalds<3


Paint the silence - South


For the widows in paradise - Sufjan Stevens


If you leave  - Nada Surf

Annars var ég mega ánægð í ræktinni um daginn.. náði 7 upphýfingum.. hef nokkra daga til að fullkomna mission febrúar mánuðuar.. 8 upphýfingar takk fyrir híhí!

Lokaði akkúrat facebookinu mínu í smá tíma og þvílíkur munur.. algjör tíma steliþjófur þetta kvikindi.. !!
Sem betur fer er Nicole Wilkins með like síðuna sína opna.. elska að kíkja á kvótin hennar!

Hún var akkúrat að setja inn myndir af sér þar sem hún er að fara keppa á Arnold Classic eftir viku og sæll!!


Það er ekkert annað!


BRB farin að gera magaæfingar... !

Er annars farin að lúlla.. afrekaði að minnsta kosti tvo blogg á einni viku.. met fyrir mig vúhú haha

LUV Ale :*

3 ummæli:

  1. Hún er svo flott, það er ekki eðlilegt. Nær svo vel að halda í kvenlegar línur eins og þú og Katrín Eva :)

    SvaraEyða
  2. Þórhildur Stefánsdóttir24/2/12 10:45

    hahah, það var eins og þú værir að lýsa mér í þessu bloggi. Alltaf í dead bolnum og carhart buxunum downloadandi lögum úr OC og OTH hahah

    SvaraEyða
  3. Anna María24/2/12 21:27

    Emo lög Ale .. jesús!
    <3 Óli Geir

    SvaraEyða