27.2.12

USA

Jæja þá er loksins komið að því sem ég hef ekki áður nefnt á blogginu mínu!

Eins og ég nefndi hér áður samt þá er svolítið sem hefur átt hug minn seinustu mánuði og því hef ég ekki haft mikinn tíma til skrifta hér á bleiku krútt síðunni minni.. nei ég er ekki ólétt! hehe
Heldur hef ég verið að vinna og ræktast eins og ég ætti líf mitt að leysa þar sem ég setti stefnuna strax á nýtt mót að lokinni keppni í nóvember...

Já um að gera að hafa gaman af lífinu og keppa meðan maður hefur metnaðinn í það..!
Fyrir nákvæmlega ári síðan steig litla hokna feimna spaghettireiminn á svið í USA og tók þátt í bikiniflokki á Arnold Classic .. þegar ég hugsa eftir á, þá skil ég ekki hvernig ég þorði að gerast slíkur flippköttur!! hehe

En ég meina meðan aðrir fara í heimsreisur og gerast skiptinemar, þá fer ég til útlanda og keppi í fitness..


Ég upp á sviðinu í fyrra..

Í fyrra vorum við 4 sem kepptum og var ég sú eina sem keppti í Bikini flokki þá en nú er töluvert meiri fjöldi að fara á mótið nú ári seinna..

Þar á meðal ég..
Í þetta skiptið ætla ég að í flokknum fyrir ofan sem kallast figure..!
Einmitt flokkurinn sem hún Katrín elskulegi þjálfarinn minn sigraði árið 2010!
Ég er bæði stressuð og kvíðin og spennt allt í bland... get ekki talið skiptin sem mig hefur langað til að hætta við núna síðastliðinn mánuð.. úff

Ferðafélagarnir eru sko aldeilis ekki af verri endanum.. meðal annars Sif naggurinn minn en við upplifðum þetta svo skemmtilega saman í fyrra..


Bolurinn er að sjálfsögðu með í för ;)

Og svo verðum ég og Dagbjört vinkona mín kærópar næstu tvær vikurnar.. 


Tvær tussugóðar á því.. 5 dagar í mót hahaha!

Förum sko með svo mikið nammi og mat með út að við komum ekki með helminginn heim.. smá sník pík 


Viljum náttúrlega úrval og íslenskt nammi !
Það er ekki hægt að hleypa okkur út í búð, þá kaupum við eitthvað til viðbótar hehe.. 

Annars er þetta sömuleiðis ástæðan fyrir því að ég lokaði facebookinu mínu þar sem vikunar fyrir mót þarf lítið til að mindfokka mann..
Og það hrönnuðust inn vinabeiðnir frá þeim sem við keppum við úti eftir að keppendalistinn kom inn..!

Mér sýnist á öllu að ég sé vel í yngri kantinum þarna en margar þeirra hafa verið að keppa í öldungarflokki.. ég verð litla lambið á sviðinu..

En ég ætla bara að hafa gaman af og gera það besta sem ég get gert :)

Viku eftir mótið og smá shopping í Ohio förum við tveir litlu ljósálfarnir til LA!!!
Að heimsækja Katríni og Magga..

Muscle Beach <3



Þar munum við njóta lífsins í nokkra daga og smella okkur á æfingu í Golds Gym en þar er sko helsta liðið í bransanum að æfa..



Þetta verður svo of mikið ævintýri..!

Keppum á fimmtudaginn 1.mars, afmælisdaginn hennar Katrínar og hægt verður að fylgjast með gangi mála á vodvafikn.net á facebook! :)

Þannig það er baa þangað til næst.. team flippkettir flognir á vit ævintýranna víjjjj!!!



LUV :*

5 ummæli:

  1. come on, þetta obsession með að hamstra nammi? borðiði þetta? eða er þetta bara sport að hamstra haha.. það er ábyggilega til nammi í USA

    SvaraEyða
  2. Það er til nammi í USA en það jafnast ekkert á við íslenska nammið.. vildum hafa gúrmei úrval og svo förum við með til Katrínar og Magga ;)
    Takk samt fyrir að hafa áhyggjur hehe

    SvaraEyða
  3. gangi þér/ykkur rosalega vel! :)
    Skil þig vel með íslenska nammið, það er alltaf best!

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus5/3/12 18:18

    Geturu svo bloggað um USA ferðina ;) elska bloggin þín ! <3

    SvaraEyða
  5. Haha æjjj takk.. úff það verður nú meira bloggið, veit ekki hvar ég á að byrja svo mikið af flippuðum myndum!

    SvaraEyða