7.2.18

Uppáhalds snyrtivörurnar í janúar


Það er ekki mjög langur listinn þennan mánuðinn en þær vorur sem að náðu á listann eru allar í mjög miklu uppáhaldi og vörur sem eru komnar til að vera!
Vörurnar hef ég bæði keypt mér og fengið að gjöf. Ég vil þó taka það fram að ég vanda valið mjög vel þegar ég tek á móti gjöfum og eru það alltaf vörur sem eru í merkjum sem ég hef notað nú þegar og er ánægð með.






Origins andlitsvatn úr Three part harmony línunni
-Hannað til að endurnýja, gera við og viðheldur ljóma
Þegar ég sá að þessi vara var að koma las ég mér til um hana og var mjög spennt að prufa. Þessi vara er með virkni og hentar vel fyrir þroskaða húð myndi ég segja þar sem þetta vinnur með öldunareinkennum (ég er nú einu sinni að verða þrítug á árinu). En svo veitir þetta einnig góðan raka og viðheldur ljómanum í húðinni. Þetta hrissti ég fyrir notkun, set í bómul og ber á hreina húð á morgnana og kvöldin áður en ég set á mig andlitskrem.

Origins augnkrem úr Three part harmony línunni
-Hannað til að endurnýja, gera við og viðheldur ljóma
Ég var einnig mjög spennt að prufa augnkremið en það er tvískipt. Kremið sem borið er á morgnana er létt og það sem borið er á kvöldin er aðeins þykkara. Þetta augnkrem gefur mikinn raka og aðstoðar húðina við að viðhalda honum. Húðin undir augunum er alltaf þynnri en annarstaðar í andlitinu og mæli ég hiklaust með að nota sér krem á það svæði.

Bare minerals Stroke Of Light - hyljari
Ég get engan vegin skilið af hverju ég hef ekki deilt þessari snilld með ykkur áður. Þessa vöru hef ég notað síðan að ég blautir hyljarar komust í "tísku". Ég er ekki mikið fyrir mikla þekju þegar kemur að farða og hyljurum. Þessi hylarji er frekar léttur en þrátt fyrir það gerir hann svo sannarlega sitt verk og gefur svo ótrúlega fallegan ljóma. Ég nota lit númer eitt - Luminous 1.

Bare minerals Perfecting Veil
Þessa vöru fékk að gjöf um daginn. Ég er ekki mjög hrifin af föstu púðri og var því frekar skeptísk á það. Ég hef notað Orginal lausa púðrið frá þeim síðan 2010 þannig ég las mér til um þetta púður áður en ég notaði það og lét slag standa. Ég er búin að nota það yfir léttan farða (Becca First light primer blandaður við Sensai Bronzing gel) og svo yfir meikið mitt (Becca Aqua Luminous) og VÁ!
Það kom rækilega á óvart !! Þetta púður er einmitt ætlað til þess að setja yfir farða. Ég hef fengið ansi margar spurningar á Snapchat hvað ég sé eiginlega með á húðinni síðan ég byrjaði að nota það. Gefyr virkilega fallega áferð og bráðnar inn í húðina. Það fylgir svampur með en ég notaði bursta. 

Set tengil á púðrið HÉR þar sem ég sé að dósin varð svört þegar ég setti myndina inn.


OPI Lisbon 
Hands down með flottari naglalakkalínum sem OPI hefur komið með!
Þetta er vorlínan þeirra sem er inspired af Lisbon í Portúgal. Það eru þrjú úr þessari línu í mjög miklu uppáhaldi og ég sé fram á að skipta á milli þeirra núna í vor. Tagus in that selfie - Lisbon wants more OPI - You've got nada on us.


Naglalakkið sýnir ekki alveg sinn rétta lit á myndinni efst en set hér tvær myndir af Tagus in that selfie og Lisbon wants more OPI.





Bare minerals Butter drench rich cream

Mér hefur fundist mjög erfitt að finna mér krem í seinni tíð. Áður en ég fór á húðlyfin Decutan var húðin mín MJÖG olíurík en samt viðkvæm, á tímabili var erfitt að vera með farða hann bara nánast lak af.. þetta var ástand.
Eftir að ég kláraði þá meðferð ákvað húðin mín að fara í algjöra U-beygju og er núna virkilega þurr og extra viðkvæm. Það hefur því ekki auðveldað leitina af almennilegu kremi.
Ég hef verið mjög hrifin af kreminu frá Clinique Moisture surge rich og notað undir það gel í sömu línu. 

Ég fékk svo þetta krem af gjöf og er virkilega ánægð með það. Það er fyrir mjög þurra húð eins og nafnið gefur til kynna og inniheldur meðal annars shea butter og eucalyptus þannig það er bæði að næra, gera húðina fríska og vinnur einnig á fínum línum.

Þið megið líka alltaf senda á mig ef það eru fleiri spurningar.

Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli