12.2.18

Amino Energy krap


Ég hef undanfarinn mánuð fengið svo ótrúlega margar fyrirspurnir um Amino krapið sem ég geri mér á morgnana þegar ég tek mynd af morgunmatnum mínum og krapið er við hliðina. Ég set reglulega allar uppskriftir og hugmyndir af matarsamsetningum sem ég sýni á Snapchat í albúmið á likesíðunni minni HÉR og hef því sett þessa uppskrift þar en það er skemmtilegra að hafa þessa snilld hér líka.Ég drekk ekki kaffi þrátt fyrir að hafa ítrekað reynt það. Mig langaði til þess að geta verið með í kaffistemmingunni sem ríkir hér á landinu en ég verð bara fárveik þegar ég drekk það. Á tímabili.. hehemm já sem sagt áður en ég byrjaði að huga að bættum lífsstíl þá fór ég með að minnsta kosti tvo til þrjá Magic á dag. Sá drykkur inniheldur töluvert af sykri og því ekki mjög góður kostur. 

Þegar Amino kom á markaðinn hér heima á sínum tíma árið 2011 minnir mig var það eins og himnasending fyrir mig. Síðan þá hef ég notað það eins og kaffi, drekk á morgnana og stundum fyrir æfingar. Amino Energy er ekki hitaeiningaríkt, inniheldur engan sykur og fitu og er koffínið komið frá grænu tei.

Í seinni tíð hef ég gert mér svona krap úr því. ELSKA þetta krap finnst það bara eins og nammi og ekki skemmir að það veitir mér orku inn í daginn.

Hvernig geri ég svo krapið??

Það sem þú þarft:
-Nutribullet græju, virðist virka best í því
-Amino Energy - ég nota Fruit Fusion langmest, uppáhalds bragðið. Ég er svo grimm í þessu að ég fæ mér alveg fjórar skeiðar 🙈
-Dass af sítrónusafa
-Sirka níu stóra klaka - þannig þeir fylli upp að max línunni
-Vatn upp að max línunni

Þessu er svo smellt í Nutribullet græjuna og best er að drekka með röri.


Njótið vel,
Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli