17.12.17

Jólatréið, pakkar og jólaskapið


Helgin var heldur betur nýtt til þess að komast í jólafílinginn!
Mér finnst gaman að skapa hefðir á heimilinu sem að koma til með að fylgja manni áfram næstu árin. Seinustu jól áttum við Arnar kósýkvöld þar sem við spiluðum jólalög, skrifuðum kort og pökkuðum inn. 

Mér fannst það svo ótrúlega yndislegt og jólalegt að mér fannst við þurfa að endurtaka leikinn þessi jólin. Ætluðum að gera það í dag en byrjaði laugardag sem betur fer því að ég komst ekki yfir alla pakkana á einu kvöldi.
Við elduðum dýrindis kvöldmat í gær og í framhaldi af því voru jólalögin sett á blast á og byrjað að pakka inn.


Ég varð nú líka að gæða mér á Sörunum mínum en þær stóðu algjörlega fyrir sínu þótt ég segi sjálf frá🙊


Er bara nokkuð sátt með pakkana okkar

Í dag var jólahreingerningin gerð. Ég komst þó að því skömmu fyrir jól að það sem ég kalla venjuleg þrif eru sennilega jólaþrif hjá flestum þannig hér var engu breytt. Ég nýti alltaf sunnudaga til þess að þrífa og geri það sirka 1-2 x í mánuði mjög vel en hina sunnudagana tek ég léttari þrif.*Tréið var keypt í Byko 2010
*Jólaskrautið er úr Garðheimum og Tekk Company
*Seríuna keypti ég í IKEA fyrir tveimur árum

Jólatréið var einnig sett upp en það voru mjög blendnar tilfinningar að setja það upp þetta árið þar sem að þetta eru sennilega seinustu jólin mín í Dvergnum. Árið 2018 mun því innihalda spennandi og nýja tíma!
Það er töluvert sem að þetta hvíta tré hefur breyst í gegnum árin en þegar ég byrjaði að skreyta það árið 2010 var það bleikt fyrir allan peninginn. Er þó mun sáttari með lúkkið á því núna en væri þó jafnvel til í að vera með ekta næstu jól á nýju heimili árið 2018.

Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli