19.12.17

Jóladressið mitt



Ég hef seinustu árin nýtt mér svarta kjóla sem ég hef átt fyrir jólin en mér finnst ekki nauðsynlegt að kaupa mér jólakjól á hverju ári þar sem jólin eru bara einu sinni á ári. Í þau skipti sem ég hef keypt mér jólakjól þá hefur það alltaf verið frekar praktískur kjóll þannig ég geti svo notað hann oftar en þetta eina skipti.




Kjólinn er frá VILA
Skórnir úr búðinni Joss
Ætla svo að vera í sokkabuxum H&M - elska 100 den sokkabuxurnar

Ég var engan vegin á leiðinni að kaupa mér jólakjól þegar ég var í Smáralindinni og rak augun í þennan skyrtukjól í glugganum á VILA. Mér fannst ég verða að máta hann en þar sem ég er svolítil Vog tók ég hann frá til þess að hugsa málið og fór svo aftur daginn eftir til þess að kaupa mér hann.
Ég ætla að vera í svörtum sokkabuxum við og skóm úr búðinni hennar mömmu sem hún gaf mér í jólagjöf í fyrra.


Ég er ekki búin að ákveða hvort ég ætli að hafa hárið slegið eða með liði en mér finnst allar líkur á því að ég seti smá liði.
Með förðunina þá er ég að sjálfsögðu búin að hugleiða hana þar sem að það er mitt áhugamál. Mér finnst jólaförðunin mega vera mjög létt og náttúruleg en ég sleppi augnhárum á jólunum. Til þess að gera lúkkið extra jólalegt mun ég setja á mig rauðan varalit eins og ég hef gert seinustu jól. Ég spái mikið í samsetningarnar og hef gjarnan varalitinn og naglalakkið í stíl þegar ég fer fínt. 





Varaliturinn heitir - Rioja Red frá Sleek
Naglalakkið heitir My Whislist is You frá OPI
Augnskuggapalletan in Bloom frá Tarte sem er ein uppáhalds




Uppáhalds krullukombóið mitt HH Simosen Rod VS4 og Bedroom Hair frá Kevin Murphy

Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli