14.12.17

Dagbókin mín fyrir árið 2018


Seinustu 10 árin hef ég haldið dagbók og skipulagt mig en ég fæ oft spurningar út í dagbókina á snappinu og fannst mér hún því eiga skilið færslu enda hægri höndin í mínu lífi. Vona að ég geti einnig hvatt aðra til þess að skipuleggja sig.

Það var einmitt árið 2007 að ganga 2008 þegar ég lenti á vegg í mínu lífi sem fékk mig til þess að hugsa minn gang. Þið sem hafið fylgst með mér eigið kannski erfitt með því að trúa því verandi sú A++ manneskja sem ég er í dag en ég var algjör B manneskja, næstum því bara C.
Ég var 19 ára að ganga tvítugt og var ekki búin að standa mig vel í skóla, reyndar búin að lenda í því að fara í aðgerð á kjálka eftir að hafa greinst með æxli inn í kjálkabeininu og annað og ég var bara tilbúin að gefast upp og ætlaði að hætta í skólanum.

Ég ákvað að hætta að vorkenna sjálfri mér og rífa mig af stað í lífið, setja mér markmið og vera skipulagðari. Það sem skipti mestu máli var að ég ákvað að hafa trú á sjálfri mér en það var mjög mikil áskorun.

Ég hugsaði með mér að ég væri ung með alla framtíðina fyrir sjálfri mér og að hluta til stjórnar maður því sjálfur hvert maður vil stefna.

Ég keypti mér dagbók, skráði mig aftur í skólann í mun fleiri einingar en leyfilegt er og setti stefnuna á að útskrifast. Ég byrjaði í draumavinnunni minni í Make Up Store þar sem ég vann svo í nánast 4 ár og varð meðal annars verslunarstjóri og útskrifaðist ári seinna.

Á hverju ári síðan þá hef ég farið og verslað mér sömu dagbókina og skiptipennann. Ég er svolítið gamaldags og get engan vegin tamið mér að skipuleggja mig í gegnum síma. Þar að auki er ég svolítið "secret" þenkjandi og hef þá trú að hlutirnir verði frekar að veruleika ef ég skrifa þá niður á blað, þannig er ég búin að setja þá út í loftið.

Mér til mikillar gleði hefur dagbókin sem ég kaupi mér verið til í bleiku hér í seinni tíð og ég því verslað mér hana. Eftir að ég eignaðist íbúð þá hef ég keypt mér litla bók líka þar sem ég skrái allar greiðslur á mánuði til þess að fylgjast með þeim. Flestir reikningar koma inn rafrænt í dag en mér finnst gott að vita hvað ég greiði í hverjum mánuði. Í minni bókina hef ég einnig skrifað niður mánaðarleg markmið, daydream listann minn og annað.

Ég skrái dagana alltaf mjög svipað niður en ég á það til að vera mjög gleymin nema ég skrái hlutina niður á blað og þannig kem ég þeim frekar í verk.Báðar bækurnar keypti ég í Pennanum 

Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef það væri ekki fyrir þessa hægri hönd í lífi mínu. Ef ég gleymi dagbókinni minni heima þegar ég fer í vinnuna finnst mér ég vera hálf nakin.

Ef þið hafið áhuga á skipulagi og viljið sjá hvernig ég set mér markmið fyrir árið 2018. Þá mæli ég með að fylgjast með næstu færslum.

Þangað til næst, Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli