29.12.17

Áramótapeppið heldur áfram


Ég er alveg jafn fimm ára á áramótunum eins og á afmælum og jólum.
Ef ég myndi sjá um að halda áramótaveislu þá væri ekkert sparað en það verður vonandi gert á næstu árum.

Ég hef þó skapað nokkrar hefði í gegnum tíðina. Eins og sást í seinustu færslu þá verður ekkert sparað þegar kemur að glitri og glimmeri.
Ég einmitt fór að velja mér freyðivín um daginn til þess að skála í á miðnætti en ég er ekki vön að fá mér í glas þetta kvöld en mér finnst gaman að skála fyrir nýju ári. Ég fann freyðivín 
með GLIMMERI í.. að sjálfsögðu varð það fyrir valinu.



Önnur hefð sem ég hef komið á er að kaupa sömu kökuna til að skjóta á miðnætti. Vinkona mín mætti eitt sinn með köku sem hét Hamingja og sagði mér að ég þyrfti að skjóta henni upp á miðnætti til þess að eiga hamingjuríkt ár. Mér fannst það svo krúttlegt og það má nú alveg segja að það hafi verið ansi hamingjuríkt ár þar sem að ég kynntist Arnari það sama ár.

Við héldum í hefðina og keyptum sömu kökuna ásamt annari sem hét Gleði og skutum upp á miðnætti og ætlum að endurtaka leikinn þetta árið. Finnst þetta svo skemmtileg hefð því ég er smá nörd.



Fann þessar hjá flugeldasölunni Stjörnuljós en þær eru eflaust fáanlegar á fleiri stöðum ef þið viljið koma á skemmtilegri hefð.

Svo má ekki gleyma máli málanna, eftirrétturinn!
Ég er ekki gúrmari fyrir ekki neitt. Ég er mikið búin að velta því fyrir mér hvernig ég ætla framkvæma hann þetta árið en marengsbomba er eitthvað sem klikkar ekki en það er ansi langt síðan ég gerði slíka snilld seinast.
Ég fann eina góða uppskrift sem ég deili með lesendum bleikt.is hér áður. Ætla að gera svipað og hana þetta árið, set með tengil HÉR.

Annars vona ég að áramótin ykkar verði yndisleg.
Hlakka til að vera með ykkur hér árið 2018!🎉

Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli