2.1.18

Uppgjör 2017 og nýtt ár


Eins og ég minntist á í pósti sem ég setti inn á Instagram á seinasta degi ársins þá er fyrsta orðið sem kemur í huga mér þegar ég setti saman myndir frá árinu 2017, þakklæti !
Ég átti alveg erfitt með að velja myndir þar sem ég er mjög dugleg á myndavélinni því mér finnst svo gaman að eiga minningar í myndum.
Ég er svo innilega þakklát fyrir fólkið í kringum mig og minningarnar sem ég hef búið til með því.


Ég hef sjaldan verið jafn dugleg að njóta og upplifa og árið 2017 og er spennt að halda því áfram árið 2018.

Það er ansi margt sem stendur upp úr og náttúrlega flest gert með mínum en við fórum til London, áttum eins árs afmæli, keyptum okkur bíl saman, fórum í óteljandi göngutúra í Elliðarárdalnum, hjóluðum um borgina, fórum á Þjóðhátíð í góðra vina hópi, pössuðum litla frænda og nafna í viku svo eitthvað sé nefnt.
Ég keypti mér racer, hljóp í Miðnæturhlaupinu (5 km) undir 25 mín, gerðist spinninglover á ný, fór til Norengs með Auði vinkonu, ræktaði líkama og sál, byrjaði að blogga hér aftur, náði markmiðum. FitSuccess vann vefkerfi ársins og við fengum Heklu til liðs við okkur.

Það stærsta sem gerðist á árinu var að ég seldi Dverginn (krúttlegu íbúðina mína) svo að eitt stærsta markmið ársins 2018 er að finna nýtt heimili og byrja þannig nýjan kafla í mínu lífi.

Ég ætla að setjast niður næstu daga og setja mér markmið fyrir árið 2018 og janúar og leyfa ykkur að fylgjast með.
Það er fullt af spennandi efni framundan til þess að peppa nýtt ár !
Er ekkert smá spennt að tækla 2018 með ykkur og takk innilega fyrir samfylgdina þennan stutta tíma sem ég byrjaði að blogga aftur 💖

Leyfi myndum frá árinu 2017 að fylgja.









Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli