7.6.16

Soft eyeliner


Ég hef í gegnum tíðina verið frekar feimin við að gera förðunarblogg og deila förðunarmyndum af sjálfri mér. En það er svo margt sem að mig langar til þess að skrifa um sem að tengist förðun. Þannig að með þessu bloggi ætla ég að taka stórt skref út fyrir þægindarammann og takast á við þessa feimni.

Ég er mikil eyeliner manneskja og nota öllu jafnan blautan túss sem ég kaupi í Sephora erlendis til þess að gera slíkan eyeliner. Um daginn langaði mig til þess að breyta til og notaði ég því frekar blýant til þess að gera aðeins mýkri eyeleiner.

Ég notaði Silver Soil frá Make Up Store sem er dökkbrúnn blýantur með smá glimmeri og skáskorinn bursta til þess að dreifa úr honum.


Ég byrja sem sagt á því að gera línu með blýantinum frá hálfu augnlokinu (fyrir miðju) og dreg hann örlítið út í endan á auglokinu þar sem augnhárin enda. Því næst renni ég skáskorna burstanum ofan í línuna og dreg eyelinerinn meira út þannig að það myndist smá "cat eye". Stundum nudda ég líka skáskorna burstanum við blýantinn og teikna örlítið ofan í línuna til þess að gera eyelinerinn skarpari.Þangað til næst,
Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli