9.6.16

Dísætir fræklattar


Ég gaf Auði vinkonu minni hafraklatta um daginn í poka. Hún opnaði hann og úr pokanum kom þessi yndislegi kanililmur sem fékk hana til að muna eftir þessari köku sem ég bakaði stundum fyrir mörgum árum. Í kjölfarið fór ég í uppskriftarsafnið mitt og viti menn ég fann uppskriftina mér til mikillar gleði.

Þessi inniheldur mikið að fræjum og aðra 
hollustu sem er mjög næringarík en sömuleiðis mjög hitaeiningarík. Þess vegna er kakan er einungis betri kostur þegar þú vilt gera vel við þig. 

Dísætir fræklattar


1 og hálfur dl tröllahafrar

1 dl gróft kókosmjöl
1 dl sesamfræ
1 dl hörfræ
1 dl möndluflögur
2 dl dökkar súkkulaðirúsínur (hægt að nota annað)
1 dl akasíu hunang
4 msk möndlusmjör (vel kúptar)
Smá kanill (að sjálfsögðu notaði ég ofur mikið)
2 egg
Dass af vanilludropum

Hráefnunum er best að hræra saman jafnóðum, en þetta verður svona eins og einskonar klessa undir lokin. Þessi uppskrift gaf mér tvö miðlungs eldföst mót af kökunni. Ég notaði þetta HÉR eldfasta mót sem er sama mót og ég nota þegar ég baka hafraklattana mína. Í mótið setti bökunarpappír til þess að kakan myndi ekki festast við mótið.

Kakan er bökið í sirka í 15 mín við 180 gráður, þangað til að hún er farin að brúnast örlítið.

Það er svo hægt að eiga þessa til í frystinum og hún er einstaklega góð með vanilluís.





Njótið vel,
Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli