5.6.16

It's beginning to look alot like summer


Ég elska að sjá sumarið mæta á svæðið með grænum gróðri, ilminum af nýslegnu grasi og hækkandi hitastigi. Allra best er það svo þessi gula og heiðskýr himinn. Já krakkar mínir það má alveg segja að sumarið sé svo sannarlega mætt eftir gærdaginn.

Ég er einstaklega peppuð fyrir sumrinu þetta árið þar sem ég fékk lítið að njóta þess seinast af því ég var á lyfjum sem að gerðu mig viðkvæma fyrir sólinni. Og því var ég mest megnis inni og hef ekki fengið almennilegt d-vítamín í kroppinn í tvö ár.

Nú verður stefnan sett á að njóta sumarsins til fulls og eru einungis þrjár vikur þangað til að ég fer í sumarfrí. Ég er alveg að fara á límingunum úr spenningi þar sem að ég er á leiðinni til Sunny Tampa Florida að heimsækja Olínu vinkonu mína og fer ein af mínum bestu vinkonum með mér, hún Auður. I'm in for a treat.. shopping, tan og eintóm gleði.


Ég í Tampa fyrir tveimur árum í bátsiglingu 

Í tilefni sumarfrísins fór ég að leita mér að bikini og sólgeraugum, það er svona staðalbúnaður þegar maður fer í sólina. 
Ég var í miklum valkvíða þar sem að ég þoli ekki bikinibuxur sem eru mjög lágar. Ég fann svo þetta fallega blómaeintak á Missguided og pantaði mér það hingað heim. Sólgeraugun fann ég svo á Dayoff.is  , en ég var lengi að ákveða hvaða gleraugu mig langaði í þar. Mig hefur dreymt um að eignast svona Quay sólglerugu í meira en ár og var þessi ferð góð ástæða til þess að leyfa mér svona fín sólgeraugu. Ég tek það fram að ég keypti mér báðar vörurnar.



Þessi sólgeraugu eru sjúk


Hlakka til að spóka mig um á þessu á ströndinni

Þangað til næst,
Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli