2.6.16

Must have fyrir aðra próteinspönnsuperra


Það þekkja flestir þær aðstæður að fara út í búð til þess að kaupa eitthvað ákveðið en fara út með ýmislegt annað en planað var.

Um daginn eftir að hafa "peppað" mig í IKEA ferð í tvær vikur til þess að kaupa uppáhalds rörin mín og koll á heimilið mitt lét ég loksins slag standa og fór.

Maður þarf sko að vera rétt stemmdur til þess að tækla Ikea mission, því jú yfirleitt labba ég út með meira en ég ætlaði mér. Þessi ferð var engin undatekning, en ég er líka í skýjunum með kaupin og kem þar af leiðandi út í plús.

Ég  er mikill próteinpönnsu aðdáandi og elska að gera próteinpönnsu með mér í nesti í vinnuna. Það er bara eitthvað við pönnsuna sem er svo gott. Tala nú ekki um þegar ég smyr hana með dass af möndlusmjöri. Þetta er svona næsti bær við sætindi, en gífurlega hollt og próteinríkt hoho..

Ég rak augun í svona örþunna pönnu sem er sérstaklega útbúin til þess að gera hina fullkomnu pönnuköku, pönnukökupanna. Þið getið ýmindað ykkur hversu freistandi það var að splæsa í eina þar sem að sumar pönnukökurnar sem maður hefur gert enda allar í klessu og eru þá ekki eins góðar á bragðið.
Ég ákvað því að fá mér eina og prufukeyrði hana í vikunni. Hún stóð algjörlega undir væntingum og ég hef ekki haft undan að svara fyrirspurnum og pönnuna á Snapchatinu mínu. 


Þannig hér hafið þið það kæru lesendur, pannan heitir SKANKA og er 25 cm og kostar einungis 1.390 kr. Hana má fina á vefsíðu Ikea HÉR.




SKANKA stendur sig gífurlega vel í próteinpönssugerðinni eins og sjá má á myndunum fyrir neðan.




Þangað til næst og njótið vel,
Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli