31.5.16

Allt er þegar þrennt er, ekki satt?


Ég er nú meiri naggurinn !

Ég byrja alltaf með trompi að blogga og svo fer ég að efast um hvaða efni ég á að skrifa um, langar að skrifa um allan heiminn eða ekki neitt og allt dettur niður fyrir sig á nýjan leik hjá mér. Hér er tilraun þrjú að þessu sinni og vitna í einstaklega gott
 máltæki ,,allt er þegar þrennt er" :)

Ég hef nú ekki setið auðum höndum síðan ég bloggaði seinast og hef verið virk á þeim samskiptamiðlum sem ég held uppi sem og í skrifum mínum fyrir Bleikt.is. Ég meira segja endurlífgaði mataralbúmið á Ale Sif síðunni minni á Facebook svo eitthvað sé nefnt. Albúmið getur þú fundið HÉR en sumum uppskriftunum deili ég einnig á Snapchatinu mínu einstaka sinnum.



Nokkuð gúrm myndir þótt ég segi sjálf frá.
Annars er ég oft að svara spurningum á Snapchatinu mínu varðandi ýmislegt sem ég deili þar og ég ætla bara að játa það að ég er ekki góð þegar kemur að því að svara þar. Mér leiðist að tjá mig í gegnum lyklaborðið á símanum og ætla því framvegis að standa mig hér og deila mínum fróðleik og þekkingu hér í tengslum við hollan og góðan lífsstíl, förðun, sálina og svo framvegis.
Það eru nefnilega ýmsar stuttar og laggóðar færslur sem að ég get komið á framfæri hér og þannig vonandi komið einhverjum til góðs.

Vonandi eruð þið ekki búin að gefast upp á mér lesendur kærir.

Þið getið líka fylgst með mér hér:
Snap - alesnifnikka
Facebook - Ale Sif
Instagram - alesif

Over and out
Ale Sif <3

1 ummæli:

  1. Nafnlaus1/6/16 22:45

    Sæl,mér langaði til þess að athuga hvort þu vissir um einh góðar teijur fyrir mjóbakið ?

    SvaraEyða