5.4.16

Ofnabakaður burrito



Þegar mig langar í eitthvað ótrúlega gott að borða verður burrito ósjaldan fyrir valinu. Ég fer oft á Culiacan með vinkonum mínum, en burritoinn þar er með þeim betri sem ég fæ. Það sem mér finnst svo gott er að hann er bakaður í ofni þar og hráefnið er mjög ferskt.


Systir mín póstaði þessu á facebook vegginn minn um daginn. Hún á alveg vel við haha !

Ég var smá slöpp fyrir helgina og þráði ekkert heitar en slíkan burrito en gat engan vegin lagt leið mína þangað. Ég ákvað því að taka málin í mínar hendur og bakaði mér eitt stykki.. og ómæææ þetta heppnaðist nokkuð vel. Elska þessa "crispy" áferð sem kemur á vefjuna !




Ofnbakaður Burrito

Ég er nú yfirleitt að vinna með nokkuð svipað meðlæti, en svona gerði ég burritoinn á myndinni. Missti mig kannski aðeins í meðlætinu var svo svöng haha.. En hér deili ég mínu meðlæti og aðferðinni með fyrir aðra burrito perra.

Aðferð:
Ég var með álpappir sem að ég lagði vefjuna á og smurði með smá kotasælu og salsa. Því næst bætti ég eftirfarandi meðlæti á:

-Hrísgrjón
-Kjúklingur
-Heilhveitivefja
-Kúrbítur (zucchini)
-Paprika
-Rauðlaukur
-Avacado
-Salt og pipar
-Svo smá aukalega af kotasælunni

Um að gera að dreifa þessu eins og þér finnst best. En vefjuna setti ég í ofn á töluverðan hita og bakaði burritoinn þangað til að vefjan var farin að brúnast.

Þegar ég tók þetta út setti ég þetta á disk, bætti smá salsa og iceberg og naut í botn !

Þangað til næst,
Ale Sif <3

0 ummæli:

Skrifa ummæli