2.4.16

Durgabrownie ala Ale


Það eru ófáir sem elska Söurnar mínar, en ég kýs að gera þær örlítið öðruvísi en vanin er. Þá er ég að nota annað krem á milli og finnst gaman að leika mér með ýmisskonar súkkulaðibragðtegundir ofan á toppinn. Ef að þú ert að fá vatn í munnin þá er hægt að nálgast uppskriftina HÉR.

Ég gaf nokkrum smakk að þeim og var að tala um kökubakstur sem gaf mér hugmyndina af þessari Durgabrownie. Ég var í essinu mínu á fimmtudeginum og póstaði bakstrinum inn á Snapchat og sömuleiðis Instagram.
Ég fór svo með hana í ræktina um morgunin og fékk nokkur Snapchat skilaboð af fólki í sæluvímu haha.. það er svolítið gaman að gleðja.
Ég lofaði því að ég myndi deila uppskriftinni af þessari þessari dýrð með ykkur hér og stend að sjálfsögðu við það.


Hún er ótrúlega fljótlega gerð, OFUR sæt og bráðnar í munni.. 

Mér finnst nafnið einstaklega vel við hæfi og gaf þessari samsetningu nafnið Durgabrownie.

DURGABROWNIEBotninn:

-Ég var ekkert að flækja málin neitt þar og smellti bara í eitt stykki Betty Crocker Brownie mix.
-Við hann bæti ég svo smá vanilludropum og sykri
-Þegar að ég var búin að dreifa kreminu í mótið, setti ég eins og 10-15 karamelludýr ofan í deigið til þess að fá auka karamellukeim af því.

// Láttu kökuna kólna áður en þú setur kremið ofan á

Sörukremið á milli:
-4x eggjahvítur
-160 g flórsykur
//Þetta tvennt er þeytt saman þannig þetta verður silkimjúkt
Svo bætt við:
-160 g smjör við stofuhita
-50 g kakó (í rauninni má setja minna, upp á að hafa kremið ljósara)

//Fínt að setja kökuna smá stund í frystinn til þess að kremið verði þétt í sér.

Bráðið:
-Slatti af saltkaramellusúkkulaði frá Nóa Siríus smellt yfir eftir smekk. Má þess vegna vera einhverskonar annað súkkulaði. En þetta hentar einstaklega vel.

//Gott að geyma hana í frystinum og líka leyfa súkkulaðinu að harðna. Getur þess vegna átt hana inn í frysti og tekið bita út þegar þú vilt tríta sálina hehe.

Svo er bara að njóta í döðlur að sjálfsögðu.
Þangað til næst,
Ale Sif <3


0 ummæli:

Skrifa ummæli