28.3.16

Gaman að koma á óvart


Gleðilega páska kæru lesendur og fylgjendur !
Vona að þið eigið gúrmaða og ljúfa páskahelgi að baki og að þið hafið borðað nóg af súkkulaði <3

Ég er náttúrlega fimm ára sál og á því lager af páskeggjum.
Mamma og amma gáfu mér sitthvort eggi, en ég spottaði þetta Kinderegg í Nettó og varð að eignast það.


Sjálf átti ég ansi góða helgi sem byrjaði á því að ég keppti í módelfitness á Föstudaginn langa og lenti þar í öðru sæti. Það kom mörgum á óvart að ég væri að keppa þar sem að ég hafði ekki birt neitt um það á þeim samfélagsmiðlum sem ég held utan um.


Mér finnst nefnilega svolítið lúmskt gaman að koma á óvart. En svo set ég líka mjög mikla pressu á sjálfa mig og finnst hún oftast nær alveg nóg.
Svo var ég líka að gera þetta á mjög skömmum tíma eða á fjórum vikum og tók í raun ekki lokaákvörðun fyrr en tvær vikur voru í mót, þegar ég sá að þetta gæti orðið að raunveruleika.

Ég prufaði ýmislegt nýtt eins og ég talaði um í status sem ég birti á Facebook eftir mótið. Leyfi honum að fylgja:

Þá er mikið ævintýri runnið til leiksloka.. eða kannski bara rétt að byrja?
Lenti í 2.sæti í módelfitness í kvöld.

Fyrir um sex vikum síðan var ég komin með mikinn leiða á því að æfa ein eða með vinkonum mínum sem ég fór alltaf að þjálfa, enda með þjálfaragenin í mér. Ég tók mér algjöra hvíld frá æfingum í viku og uppfærði mín markmið með sjálfri mér hvað ræktina varðar. Það hefur lengi blundað í mér að fara í keppnisþjálfun, þar sem að við bjóðum ekki lengur upp á slíka þjálfun hjá Betri Árangri (FitSuccess). Þá með það markmið að keppa árið 2017. Seinustu tvö skipti sem ég hef keppt, sá ég að mestu leyti ein um minn keppnisundirbúning.

Það voru stór skref tekin þegar ég leitaði til Jimmy Routley í Puming Iron og setti það fyrir mér að nú væri tími til kominn að fá leiðsögn frá öðrum og setja sjálfa mig í fyrsta sæti.
Markmiðið tók þó heldur stóra U-beygju þegar hann ásamt fleirum hvöttu mig til þáttöku í módelfitness páskana 2016. Ég ákvað að taka þeirri áskorun og tækla þetta verkefni með Jimmy á einungis fjórum vikum. Smá spennt og smá stressuð !

Ég er ótrúlega glöð fyrir að hafa tekið þessi skref, enda skemmtilegur undirbúningur að baki sem kenndi mér ýmislegt og leyfði mér að njóta keppnisundirbúningsins mun betur.
Jimmy tók mig alfarið undir sinn væng og hefur lagt mikla ástríðu í að bæta formið mitt, sem við gerðum saman sem team. Ég er í skýjunum með bætingarnar sem ég hef náð á skömmum tíma og hefur Jimmy staðið við hliðina á mér eins og klettur, fyrir það er ég innilega þakklát... takk svo mikið <3

Svo er magnað að vita hvað maður á sterka liðsheild að baki sem styður mig í gegnum súrt og sætt, bæði fjölskylda og vinkonur <3 
Að lokum við ég svo þakka Hrönn Sigurðardóttir fyrir einstaklega fallegt og vandað bikini sem ég bar stolt í kvöld. Og einnig vil ég þakka elsku Auður Karlsdóttir (101 Hárhönnun) fyrir að greiða hárið mitt.

Elska ykkur öll til tungslins og til baka.
Í kvöld verður notið lífsins !
Ykkar einlæg, 
Ale <3
4.sæti, 2.sæti, 3.sæti og 1.sæti í callouti á hlið


4.sæti, 2.sæti, 3.sæti og 1.sæti í callouti bakpósa


Top 3

Ég væri líka aldrei hér í dag ef að það væri ekki fyrir það að hafa kynnst Katrínu Evu árið 2010 og er ég henni ævinlega þakklát <3

Ég fer allavega sátt frá þessu móti á líkama og sál og er virkilega spennt að setja niður ný markmið, stefna að frekari bætingum en ætla ekki að gleyma að njóta lífsins og sumarsins.
Seinasta ár var nefnilega heldur erfitt fyrir lítið hjarta, en ég er svo glöð í dag og svo mikið sterkari fyrir vikið.. það finnst mér mjög dýrmætt.

Mig langar líka til þess að þakka ykkur kæru fylgjendur, fyrir öll fallegu orðin og kommentin. Það var svo ótrúlega gaman að fá þau yfir keppnisdaginn sjálfan og gaman að sjá hversu margir voru spenntir að fylgjast með.


Það er hægt að skoða fleiri myndir á Ale Sif á facebook HÉR.

Ykkar Ale keppnis - laumukisi hehe :)

0 ummæli:

Skrifa ummæli