8.2.16

Vekjaraklukkan mín


Vekjaraklukkan mín hefur fengið gífurlega athygli á Snapchatinu mínu og ég hef svarað þó nokkrum skilaboðum varðandi hana þar. Þess vegna fannst mér þessi elska eiga skilið eina færslu.

Ég hafði lengi átt þann draum að eignast svona fína dagsbirtu vekjaraklukku, en mér fannst þær alltaf í dýrara lagi og lét það því kyrrt liggja. Ég átti líka alveg vekjaraklukku sem var búin að vera mín stoð og stytta og ganga með mér í gegnum súrt og sætt í heil 9 ár.. gerir aðrir betur.

Sú gamla gaf þó upp öndina í byrjun ársins og var stundum farin að gleyma að vekja mig. Þannig að það var því tímabært að fara á stúfana og kaupa nýja. Ég rak augun í það að svona dagsbirtu vekjaraklukka væri á afslætti í Heimilistækjum og lagði því leið mína þangað og keypti eina slíka alveg í skýjunum.

Ég fílaði líka að hún var ekki svona hlunkaleg eins og þær sem ég hafði séð áður, heldur lítil og nett og þeim hæfileikum gædd að hún birtir ljósið og svo get ég valið um hvort að útvarpið fari í gang samhliða eða dýrahljóð þegar það er tímabært að fara á fætur.
Ljósið byrjar að rísa sirka hálftíma áður en þú átt að vakna og veit ég fátt betra en að vakna við ljósið og ljúfa tóna. Er ekki frá því að ég vakna í betra skapi með henni og er þar með laus að vakna við gamla íluhljóðið í hinni sem skarst í eyrun.

Best í heimi að vakna við góða hittara í útvarpinu eins og frá Justin Bieber haha.. setti einmit video af því á Instagram um daginn. Getið því séð klukkuna in action HÉR.
Þangað til næst,
Ale <3

0 ummæli:

Skrifa ummæli