3.2.16

Details fyrir heimili


Ég ákvað að nota útsölur janúar til þess að færa Dverginn minn skrefinu lengra að draumaheimlinu. Ég legg alltaf pening til hliðar hvern mánuð til þess að safna fyrir hlutunum sem ég hef skráð á To Do listann fyrir hann frá því í maí. Það vildi svo til að ýmislegt sem mig hefur dreymt um lengi var einmitt á útsölu og því greip ég tækifærið.

Ég er svakalega mikill "detaila perri" og hugsa mikið út í að allt passi vel saman. Ég var lengi búin að hugsa hvað ég gæti við seinasta tóma veginn í íbúðinni minni og var eiginlega búin að gefast upp. Þegar mér var bent á þessa hillueiningu í IKEA.

Hana festi ég upp á vegg lóðrétt og fór strax að ímynda mér hvað gæti verið flott ofan á henni. Fyrir ofan hana dreymir mig allavega um að setja upp tvo hvíta Prentagram ramma með myndum af góðum stundum með mínum nánustu.

Ég byrjaði að skoða hluti ofan á hana og fannst kertastjaki sem ég keypti upprunalega sem aðventukrans fyrir jólin henta einstaklega vel. Mig langaði líka í hvítan tréstaf með stafnum A og var með fasta mynd í huganum.
Ég spurðist fyrir á Skreytum hús grúppunni á Facebook og fékk fullt af ábendingum. Ég ákvað að tékka á Tréleikur sem er með facebook síðu HÉR og vefsíðu HÉR.



Þar valdi ég hvernig ég vildi hafa stafinn, letur, stærð og lit og fékk hann í hendurnar nokkrum dögum seinna. Fannst það líka gera hann aðeins meira virði að hann væri ekki bara gerður í einhverri verksmiðju og styrkti íslenskt.
Fékk nákvæmlega stafinn sem ég var með í huga og er mjög ánægð.

Ég vissi ekki hvaðan þessi mynd af staf væri komin fyrr en ég fór svo í peysu sem ég á nokkrum dögum seinna.. of fyndið !


Hér má svo sjá stafinn kominn á kommóðuna.


Það eru hinsvegar alveg átta svona rými eftir til þess að fylla í og ég hef satt að segja mjög litla hugmynd um hvað ég vil setja í þau. Það verður langtímamarkmið að klára það. Megið endilega kommenta ef að þið eruð með einhverjar skemmtilegar hugmyndir :)

Þangað til næst,
ALE <3

0 ummæli:

Skrifa ummæli