1.2.16

Gúrm helgarinnar


Mér finnst ótrúlega gaman að gúrmast í eldhúsinu, en oft er ekki tími til þess virku dagana. Þannig ég nýt mín einstaklega vel um helgar þegar nægur tími er til þess að gúrmast. Þá er líka hægt að nota aðeins meira djúsí hráefni, þar sem að ég hef alltaf svokallaðan nammidag á laugardögum.

Seinustu helgar hef ég boðið vinkonum mínum í mat og töfrað fram einhverja snilld í tilefni þess.
Eftir að hafa farið yfir matardagbækur janúar í vinnunni, fékk ég þvílíka löngun í spaghetti. Ég myndi segja að spaghetti sé með uppáhalds, en þá finnst mér nauðsynlegt að það sé með tómatpúrru og grænmeti, þannig það sé almennilegt. Ég hef aldrei skilið tómatsósu spaghetti haha..

Ég ætla deila með ykkur uppskriftinni af spaghettiinu og hvítlauksbrauðinu sem sló að sjálfsögðu í gegn. Leyfi eftirréttinum að fylgja með líka þar sem hann er uppáhalds trítið mitt þessa stundina.Efniviðurinn í spagó


Efniviðurinn í hvítlauksbrauðið, ég notaði Allioli fyrir mig, en vinkona mín vildi smjör.


ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT:

Spaghetti
-Nautahakk ca. 500
-Non fat cokking sprey
-Grænmeti, ég notaði: hvítlauk, ferskan chilli, rauðlauk, sveppi, papriku og sólþurrkaða tómata.
-Tómatpúrru ég notaði tvær og hálfa, vil hafa vel af henni
-Spaghetti reimar, mér finnst heilhveiti best
-Salt, pipar og chilli pipar
-smá vatn
-Kotasæla

Hvítlauksbrauð
-Lágkolvetnabrauð frá Gæðabakstri
-Allioli smjör
-Ost
-Salt og pipar

AÐFERÐ:
Spaghetti
Ég byrjaði á því að steikja hvítlaukinn á pönnu eftir að hafa spreyjað hana með eldunarspreyinu og leyfði honum aðeins að mallast á sama tíma setti ég reimarnar í vatn og leyfði þeim að sjóða meðan ég græjað svo restina.
Því næst smellti ég hakkinu á pönnuna og leyfði því að brúnast aðeins. Svo bætti ég grænmetinu við hægt og rólega á pönnuna og kryddaði. Þegar hakkið var svo orðið fullsteikt, bætti ég tómatmaukinu hægt og rólega við og hrærði með skeið.
Púrran er frekar þétt í sér og erfitt að ná úr dollunni, þannig ég set alltaf vatn í dósina i restina og hræri til þess að ná restinni úr og helli yfir. Það er nauðsynlegt að nota svona eins og hálft glas af vatni með, þannig að spaghettiið verði ekki of þurrt. En það er reyndar allt eftir smekk.
Svo leyfi ég þessu að malla saman í smá stund á mjög lágum hita og þá er þetta tilbúið til þess að borða með reimunum.

Ég setti þetta á disk og svo smá kotasælu ofan á, hún bráðnar svona ofan í þetta allt saman og gefur smá ostkeim. 

Hvítlauksbrauðið
Er gífurlega einfalt að gera!
Ég er með æði fyrir þessu Lágkolvetnabrauði, en nota oft eitthvað annað. Það er sem sagt bara að smyrja það með Allioli eða smjöri, smella ostinum á og inn í ofn. Þegar ég tek þetta svo úr ofninum set ég smá salt og pipar fyrir bragðlaukana.Ég elska svo ís og finnst best að fara í Ísbúðina Háaleitisbraut. Þar er þvílíkt magn af gúrmi til að velja með ísnum og svo eru stelpurnar sem afgreiða þar líka alltaf mjög hressar.
Við fórum þangað og fengum okkur eftirrétt eftir þessa dýrindismáltíð.

Ég fæ svona æði fyrir eitthverju einu og þessa dagana er það ís í brauðformi með lúxusídýfu, hvítu súkkulaði ídýfu og svo hunangsristaðar pekahnetur yfir. Þetta er eins og Kindereggveisla !
Mæli með þessu kombói fyrir aðra ís&kindereggperra hehe..


Þangað til næst,
ALE <3

0 ummæli:

Skrifa ummæli