18.2.16

NúðlurétturÉg er orðin ansi dugleg að elda fjölbreytt, en ég viðurkenni að mér leiðist það stundum og held mér við einfaldleikan, þar sem ég er einungis að elda fyrir mig eina.
Þessum hugmyndum er ég oft að deila með fylgjendum mínum á Snapachat (alesifnikka). Í gær var ég í gírnum gerði ég einmitt svona heilhveitinúðlur með grænmeti og eggjum.
Eftir það prufaði ég svo að gera Snickersnammi sem ég sá á gulur, rauður, grænn og salt, sjá HÉR. Ætla smakka þær næsta laugardag :)

Hér má sjá meðlætið í núðlunum, en ég sleppti reyndar rauðlauknum.


Það sem að þú þarft:
1x blokk af núðlunum

Brokkoli sirka hálfur haus
Gulrætur 3-4
Ferskur chili eftir smekk
1x egg
Salt og pipar
Eldaða kjúklingabringu
Non fat cooking sprey

Aðferð:
Ég byrjaði á því að sjóða núðlurnar meðan ég var að skera niður grænmetið. En ég skar niður sirka 3-4 gulrætur og notaði helminginn af brokkolihausnum. Ég skar svo niður smá chili til þess að fá smá spicy bragð.
Þegar ég var búin að skera niður grænmetið setti ég það á pönnu ásamt non fat cooking sprey og steikti vel.
Því næst bætti ég heilu eggi á pönnuna og soðnum núðlunum. Þetta steikti ég saman í smá tíma og setti smá salt og pipar.
Ég ákvað að sleppa því að elda kjúllan með, gerði það abra sér. Núðlu skammtinum skipti ég niður í þrjá skammta, þannig ég gat tekið með mér í nesti. Svo bæti ég bara einni kjúklingabringu við hverju sinni.
Virkilega gott, fljótlegt og snilldar tilbreyting.

Verði ykkur að góðu <3
Ale

0 ummæli:

Skrifa ummæli