27.9.15

Allt að gerast


HALLÓ HALLÓ.... 

Ég er svo glöð og spennt að það hálfa væri nóg.
Eins og þið lásuð í seinasta bloggi þá var ég komin á blússandi mission með að kósívæða Dverginn. Enda alveg tími til kominn á að vinna að bætingum þar, var komin með fulla skápa af dóti sem ég hafði safnað yfir sumarið til þess að fara upp á vegg, ljós og aðra snilld. Er ótrúlega þakklát fyrir hjálpina sem ég hef fengið við að koma öllu í stand. 

Og það er ekkert smá gaman og gefandi að sjá herbergin taka á sig mynd. Er einmitt næstum búin að klára svefnherbergið mitt og förðunarherbergið.


Svefnherbergið er hálfnað og ég er bara smá stolt af því.
Dreymir samt um fín náttborð með mini Kartell lampa á sitthvorum megin við rúmið.

Mér finnst mjög gott að setja mér markmið til hvatningar og það er gott að hafa smá pressu á sér, þannig vinn ég best hehe.. Þess vegna gaf ég mér tíma fyrir lok september að vera búin að gera sem mest með ákveðið lokamarkmið í huga. Núna er einmitt að renna á lok september og hafa flest mín kvöld farið í þetta mission, samhliða vinnu í þjálfuninni á virkum dögum og farðanir um helgar.

Ég ákvað nefnilega LOKSINS að bjóða í KÖKUBOÐ sem hefur verið á dagskrá frá því ég flutti inn. Tilefnið var bara of gott til þess að nýta það ekki, en ég ætla að halda afmæliskökuboð með tilheyrandi gleði, miðvikudaginn 30.september. Svo gaman að njóta afmælisdagsins með sínum bestustu.
KitchenAid vélin og ég erum mega peppaðar í þetta mission, enda er vélin búin að standa óhreyfð í 10 mánuði, eins gott hún sé reddí haha
Ég verð samt að viðurkenna að ég er svolítið stressuð haha.. er ekki búin að baka skúffuköku síðan á grunnskóla árunum. Er að spá að smella í þessa HÉR og svo litlar músarmuffins.


Hugsa að ég geri bleikar og hvítar.. það er svolítið við hæfi <3


Lífsmottóið eftir að ég starta KitchenAid vélinni.. verð örugglega óstöðvandi í bakstrinum.

Á morgun mánudag eru svo einungis ÞRJÁR vikur eftir að húðlyfjunum, eftir 8 og hálfan mánuð á þeim. Það sem ég er spennt að geta málað mig og taka mig til. Held að það muni líka gera það að verkum að ég verði mun duglegri að blogga. Er með ýmsar snyrtivörur og skemmtilega hluti til að deila með ykkur.


Þrái að hafa mig svona til, ekki búin að gera það í þrjá mánuði :(

Ég ætla að taka mér prinsessudag og fara í klippingu og litun, augabrúnir um leið og ég hef losnað við allar aukaverkanir. Það verður eitthvað skrítið að fara nota masakara og aðra snilld þegar að því kemur.
Dreymir líka um að eignast fallegan highlighter frá Anastasia, þvílík fegurð !


So pretty

En ég ætla láta þetta gott heita, þangað til næst !
LOVE ALE <3


0 ummæli:

Skrifa ummæli