7.9.15

Halló haust


Hugur minn er á milljón þessa dagana...
Það er svo mikið brainstorming í gangi og bara mikið í gangi, að ég hef varla geta setið kyrr og smellt í eina færslu. Margt svo spennandi að ég gæti sprungið !

Það sem ég er MEST spenntust fyrir í heimigeimi er að fara í seinasta læknisstímann minn útaf húðlyfjunum sem ég er á. Í framhaldi af því fæ ég seinasta skammtinn minn af þeim. Ég er núna búin með meira en sjö mánuði og það eru einungis um fimm vikur eftir af þessu ferli. Þrái svo mikið að taka mig fínt til, mála mig. Er ekki búin að gera það síðan í júlí af því húðin mín er svo viðkvæm. Tel niður dagana og nánast mínúturnar í að segja skilið við aukaverkanir, held að ég hafi ekki verið sérstaklega heppin með þær.



Haustið er svolítið minn tími, þrátt fyrir að ég elski sólina og sumarið. Það er bara svo OFUR kósý og ég er ekkert að hata það, enda nautnaseggur mikill. Svo vill svo skemmtilega til að afmælið mitt er einmitt á þeim árstíma... lok september. 
Ég hreinlega elska þegar það er byrjað að dimma.. get kveikt á kertum og slakað á í sloppnum og kósýsokkum. Ekki það að ég geri það reyndar alla hina daga ársins líka, en það er svona extra kósý á haustin hoho

Það besta er að ég á núna mitt eigið heimili til þess að kósývæða... sú tilfinning er ljúf.
Ég nýtti einmitt helgina og afslátt í ILVU, til þess að byrja að vinna í breytingum og bætingum. Það er svo margt sem hefur setið á hakanum. Mér tókst að gera sófann minn kósý og eignaðist LOKSINS borðstofuborð. Hélt að ég myndi gráta úr gleði (okei grét smá) við að setja borðstofuborðið upp, svo langur aðdragandi.. góðir hlutir gerast hægt.
Þannig það styttist í að ég haldi skúffukökupartý og vígji elsku KitchenAid vélina sem hefur staðið óhreyfð.
Mission vikunnar er að koma upp ljósunum sem sitja inn í skáp og vonandi myndum og hillum. Ég vildi að ég væri handyman, en svo er víst ekki. 

Stofan farin að taka á sig mynd í Dvergnum.
 Næstu skref er málverk fyrir ofan sófan, motta og finna almennilegt sófaborð. Það er vinna að eignast hluti úff..

Svo er ég algjört jólabarn og er strax farin að vera spennt fyrir jólabakstrinum, skreyta, setja upp mitt eigið jólatrét og vá ég fæ bara gæsahúð. Á einmitt hvítt jólatré niðri í geymslu, en ég held að stefnan verði sett á að endurnýja skrautið, ég er orðin svo fullorðins.


Hello there... brot af Sörunum seinustu jól.

Ætlaði bara að setja inn mynd af jólatrénu mínu, en ég varð svo spennt og peppuð fyrir jólunum, þannig ég leyfi nokkrum fleirum myndum að fylgja.


Langar að fá eitthvað mintu litað, gyllt og silfur á tréið í ár.


Ég og Rósa settum okkur markmið, engan barnapappír í ár. Þessi mynd er frá seinustu jólum.


Já ég er fimm ára og elska jólajógúrt hihi

Þangað til næst kæru lesendur, er einmitt með stefnuna á að blogga um uppáhalds próteinið mitt og fleira spennandi. Svo að stay tuned !

LOVE ALE <3

0 ummæli:

Skrifa ummæli