4.10.15

New in í snyrtibuddunni


Ómææææ.. ég er svo rífandi spennt fyrir að mála mig aftur.

Það er að líða á fjórða mánuðinn og ég get ekki beðið lengur... 


Var einmitt að fletta í gegnum Instagram í gær... laugardagskvöld og allir á djamminu í fínu fötunum sínum og fínt málaðar, nema Ale. Enn eitt laugardagskvöldið í kósý á sloppsanum. Það er alveg á hreinu að árið 2015 er sloppaárið mikla !!
Set stefnuna á að afsloppa mig árið 2016 hahaha..


Annars þrátt fyrir að ég geti ekki farðað sjálfa mig, er nauðsynlegt að ég sé með puttan á púlsinum og fylgist með hvað er í tísku. Ég er mjög hrifin af varalitatískunni þessa dagana og að það sé mikil áhersla á fallega og ljómandi húð.

Það er svo gaman að fylgjast með öllum vinsælu förðunarfræðingunum og merkjunum á Instagram, fæ mikið af hugmyndum þar og á Pinterest. Myndi segja að förðunarfræðingurinn Desi Perkins sé í uppáhaldi hjá mér, getur fundið hana HÉR. Er líka með hana á Snapchat og svo er hún með Youtube channel, þar sem að hún er dugleg að pósta inn kennslumyndböndum.


Love it !

Ég ákvað að tríta mig smá í tilefni þess að það er einungis um mánuður í að ég geti farið að mála mig á nýjan leik. Deili trítinu með ykkur hér fyrir neðan.



// ST. TROPEZ brúnkuolía fyrir andlit

Ég nota alltaf Brasilian Tan á allan líkamann en mig vantaði brúnkukrem fyrir andlitið. Ég er búin að lesa mér til um þetta og er spennt að prufa. Þetta er nefnilega mjög létt formúla sem er hugsuð fyrir viðkvæma húð og á ekki að stífla svitaholurnar. Liturinn á að endast í allt að fimm daga. 

// Cover All Mix frá Make Up Store

Ætlaði að fara festa kaup á nýjum hyljara og var svo heppin að fá Cover All Mix í afmælisgjöf frá litlu systir minni. Hef notað þennan hyljara síðan ég byrjaði að farða mig. Þennan getur þú bæði notað á roða í húð og fyrir bláman (bauga) undir augun. Klárlega einn sá besti á markaðinum. Það er einmitt 20% afsláttur hjá þeim út daginn í dag, sunnudag.

// Mary Lou Manizer the Balm frá CoolCos

Highlighterar eru aðal málið þessa dagana og því gat ég ekki verið minni manneskja en að eiga slíkan. Hún Desi er dugleg að nota þennan highlighter, þannig ég varð að eignast hann. Er búin að farða tvær með honum nú þegar og OH what a beauty.
Fyrir þær sem vilja sjá hvernig highlighter virkar, mæli ég með þessu kennslumyndbandi frá Desi sem þú finnur HÉR.

// Velvet Teddy varalitur & Staunchily Stylish varablýantur frá MAC

Var búin að reka augun á þetta kombó á Pinterest, enda smá Kylie Jenner bragur af því. Elska svona brúnbleika tóna sem hægt er að nota fínt og líka dagsdaglega.
Ég get því miður ekki tekið mynd af mér með þetta kombó, af því að varirnar mínar eru eins og harðfiskur. En ég leyfi þessum blöðruvörum sem ég fann á netinu með báða litina duga að þessu sinni hehe..



Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra.. smá makeuptips sem vonandi nýtast fleirum.

Þangað til næst
LOVE ALE <3

4 ummæli:

  1. mætti ég spyrja hversu stóran skammt þú ert að taka af lyfinu á dag? og hvaða dagkrem ertu að nota á meðan þú ert á lyfinu?

    SvaraEyða
    Svör
    1. Ég er að taka 30 gr og hef gert allt ferlið.
      Ég nota Hýdrófíl án olíu frá Gamla Apótekinu :)

      Eyða
  2. Núú ég hélt þú værir á mun stærri skammti, ég er búin að vera á lyfinu í tvær vikur og er að taka 20 mg. og hef ekki svo miklar aukaverkanir.. Varstu með viðkvæma og þurra húð fyrir? Eða á ég kannski bara að bíða spennt eftir aukaverkununum haha.

    SvaraEyða
    Svör
    1. Það eru flestir sem ég tala við á minni skammti en ég , finnst þetta meira en nóg hehe:)
      En svo er lyfið alveg smá tíma að gera vart við sig eða virka. Ég fann sjálf ekki strax fyrir aukaverkunum og svo hafa þær verið að detta svona reglulega inn og sumar farið meira segja en aðrar komið. Ég var með mjög viðkvæma húð fyrir.

      Eyða