26.8.15

Freistingar


Ég er stórhættuleg þegar ég vafra um á netinu eða skoða dagblöð.. freistingarnar eru svo margar.Tala ekki um þegar húsnæðis draumórar bættust við. Sem betur fer er ég frekar öguð og samviskusöm, annars væri ég líklega farin á hausinn. Leyfi mér bara að dreyma áfram og ykkur með mér....

Þessi sólgleraugu eru bara nokkrum númerum of nettuð. Eru frá merkinu Quay sem er ástralskt og mörg önnur mjög flott frá þeim.


Er algjör úraperri og langar að bæta þessu við safnið mitt. Merkið er Daniel Wellington og mig langar einmitt í þessa týpu. Finnst það virkilega classy og flott. Ég hef séð þessi úr t.d. í Mebu hér á landi.


Þetta hérna er líka geggjað og er frá MVMT sem fæst einnig í Mebu. Langar reyndar meiri í herraútgáfurnar heldur en kvennmanns. 


Finnst svona snið af buxum geggjað og koma vel út að hafa belti við. Er reyndar ekki með tannstögla lappir þannig ég veit ekki hvernig þetta kæmi út á mér.. hoho


Svona topp með böndum eins og eru vinsælir í dag.


Langar í minni útgáfuna af svona lampa, til þess að hafa á náttborðinu mínu.


Er mjög amerísk þegar kemur að rúmum. Langar í teppið sem ég deili fyrir neðan og hlaða rúmið mitt af kósý koddum.


Hvíta drauma rúmteppið í ILVU.


Drauma borðstofustólarnir sem fást líka í ILVU


Finnst þessi ljósakróna svo töff. Fann hana í auglýsingu hjá Byko í Fréttablaðinu haha


A ++ manneskjan kreivar almennilega vekjaraklukku með svona dagsbirtu

OK ég er hætt.. þetta er bara svo pretty.

Kveðja
Windowshopperinn
ALE <3

2 ummæli:

  1. Held að það sé ekki til alvöru Kartell lampi sem er svona minni - en ég pantaði mér 2 á Aliexpress, mjög flottir á sitthvoru náttborðinu ;)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Já hélt það einmitt.. hef ekki séð svona mini.
      En takk fyrir þetta.. I'm on it :*

      Eyða