23.8.15

Játning í bland við pepperoni og hugleiðingar


Ég er með játningu...

..Ég er búin að eiga ótrúlega erfitt með því að logga mig inn á síðuna og skrifa blogg eins og mér einni er lagið. Ég viðurkenni að ég datt í einhverja neikvæðnisgryfju hér í lok sumars, sem ég er hér með búin að segja skilið við.
 Mér finnst nefnilega svo mörg blogg nú til dags snúast um hver fékk flottustu hlutina gefins til þess að blogga um. En svo er ég hér að blogga um daginn og veginn, deila ráðum, gúrmi og því sem mér dettur í hug hverju sinni.

Annars er ástæðan fyrir þessari neikvæðni sú að ég hef lítið geta notið sumarsins útaf því að ég hef þurft að halda mér inni útaf húðlyfjum sem ég bloggaði um HÉR, meðan allir eru úti að njóta lífsins. Einnig hef ég lítið getað málað mig og tekið mig til, vegna þess að húðin er svo viðkvæm. Ég verð það rauð og svíður í andlitið að ég hef nánast þurft að hringja í slökkviliðið eftir að ég þríf af mér málninguna haha.. EN LOKSINS sé ég fyrir endan á þessu og ég þrái ekkert heitar en að mála mig og hafa mig fínt til og NJÓTA þess að vera til. Búin með meira en hálft ár, en það eru rúmlega sjö vikur þangað til ég klára víjjj..

Það er að vísu ýmislegt jákvætt sem er að koma út úr þessu öllu saman. Ég er mjög mikið fyrir að vera bara heima í kósý, en þegar valmöguleikinn er ekkert annað en kósý, finnur maður hvað maður er ekki að nýta lífið til fulls. Sömuleiðis finnur maður hverjir standa manni næst, það er ómetanlegt að fá svona góðan stuðning frá fólkinu í kringum mann. Búin að læra helling á sjálfa mig, enda mikil sjálfskoðun sem fylgir svona andlegum átökum. Svo hef ég bara nýtt þetta til þess að vera ofurdugleg í ræktinni og ætla halda því áfram. Ég held ég hafi sjaldan verið jafn PEPPUÐ svona off season, án þess að vera að stefna að einhverju móti. Þannig þetta er bara WIN WIN aðstæður og ég verð bara sterkari fyrir vikið. OG ég tala nú ekki ávinningin á því að losna við leiðinlegar bólgur og bólur í húðinni.
Ég peppuð í ræktinni.
Orðið pepp minnir mig svo mikið á Pepperoni haha. Var einmitt tögguð í þessa mynd á Instagram af stelpu í þjálfun.


Upphitunar playlistinn hjá MISS PEPP í ræktinni er ekki af verri endanum:

1. Take U there - Jack U feat. Kiesza

2. Spitfire - Prodigy
3. Runaway - Galantis 
4. Come and get it - John Newman
5. Everytime we touch - David Guetta

Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra.
Þangað til næst.

LOVE ALE <3

3 ummæli:

  1. Þessvegna einmitt er svo gaman að lesa bloggið þitt, einlægar og skemmtilegar pælingar með gúrme uppskriftum er miklu skemmtilegra en hitt! :)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus6/4/22 02:51

    The Most Successful Sites for Crypto, Casino & Poker - Goyang
    Goyang Casino & Poker is one goyangfc of the most 1등 사이트 famous and gri-go.com well known crypto gambling https://septcasino.com/review/merit-casino/ sites, founded in 2012. They wooricasinos.info are popular because of their great

    SvaraEyða