10.4.18

Allt um helgina í London


Ég viðurkenni að það er bara smá spennufall eftir helgina haha.. 
Alltaf jafn skrítið að vera búið að hlakka til einhvers svona lengi og svo er viðburðurinn búinn. Þrátt fyrir það er þó nóg annað spennandi framundan á næstu mánuðum.


Helginni var sem sagt eytt úti í London og eins og ég talaði um í blogginu á undan þá var ástæða ferðarinnar make up námskeið hjá einum vinsælasta förðunarfræðingi Bandaríkjanna, Mario Dedivanovic (https://www.instagram.com/makeupbymario/) sem er helsti förðunarfræðingur Kim Kardashian.

Ég og Rósa vinkona mín erum búnar að vera vinkonur síðan við vorum að vinna í Make Up Store fyrir níu árum og erum dolfallnir make up aðdáendur. Nú þegar maður á stór afmæli á árinu þá er það ansi góð ástæða til þess að gera þetta ár skemmtilegt (ég allavega nota það óspart 😂) og því ákváðum við að slá til og smella okkur á The Masterclass sem að Mario hefur verið að halda um allan heim.

Það er alveg óhætt að segja það að við höfum labbað út í skýjunum með daginn eins og sést á myndinni fyrir neðan sem við fengum með honum í lokin.
Við lærðum líka fullt af trixum frá honum en hann tók fyrir Hollywood glam förðun. Goodie bagið sem við fengum í hendurnar var alls ekki af verri endanum með fullt af fallegum vörum. Ég stóðst ekki mátið og varð að vigta pokann þegar ég var að pakka niður og var hann heil 4 kg.

Helgin í heildina var svo yndisleg og virkilega skemmtileg!
Mjög mikil tilviljun að við fórum einnig til London fyrir ári síðan og var þessi ferð allt öðruvísi. Ég og Arnar ákváðum í byrjun janúar að leggja til hliðar 15.000 krónur á mann mánaðarlega til þess að hafa sem svona auka pening til þess að fara út að borða, borga lestar og gera hluti í ferðinni eins og að fara í London Eye.
Það er klárlega eitthvað sem ég mun gera aftur í svona borgarferð en það gerði það að verkum að maður týmdi frekar að leyfa sér góðan mat og gera hluti. Okei þetta hljómar smá Jóakim-legt hjá mér.. eeen ég er mjög nægjusöm og gæti þess vegna farið og keypt mér burrito alla dagana eins og við gerðum held ég seinast haha.. en það að taka sig til og fara fínt skapaði mun meiri stemmingu. Svona fann maður líka minna fyrir því að maður væri að eyða því að alltaf ratar maður í blessuðu búðirnar og eyðir smá pening þar líka.

Við fórum að tvo flotta staði sem ég mæli klárlega með ef þið eigið leið í London.
Rósa fann The Chettinad London á Trip Advisor sem er indverskur veitingastaður með mat frá Suður Indlandi. Við fengum virkilega góðan mat og góða þjónustu frá krúttlegum þjón þar sem heitir Arif. Mæli 100% með ef þið eruð fyrir indverskan mat.Einnig fórum við á stað sem heitir Bob Bob Ricard. Ég var búin að heyra mjög góða hluti um hann og var spennt að panta mér Beef Wellington sem stóðst svo sannarlega mínar væntingar.Svo fórum við líka á mjög skemmtilegan kokteilstað sem að margar spurðu út í. Hann heitir Mahiki og var í Hawaiian þema og er svo skemmtistaður á kvöldin. Er ekki mikil fyrir kokteila en var mjög hrifin af einum þarna sem hét Daddy G ef mig minnir rétt.
Í uppáhaldi var einnig Pret a Manager sem er staður með samlokur, safa og annað.Þar var ég mjög hrifin af spelthafraköku og nýkreistum appelsínusafa í morgunmat. Ég fer svo ekki til útlanda nema fá mér burrito og var því komið við á Ameríska burritostaðnum Chipotle tvisvar.
Ég gleymdi svo að fá mér Mc Flurry með Cadbury Caramel og er enn bitur yfir því 😂 var eiginlega of holl í þessari ferð því ég var bara of upptekin að gera hluti.

Ég er líka mjög ánægð að hafa keypt bara hluti sem ég var búin að plana að kaupa af því að þeir fást bara þarna en það rötuðu reyndar örfáar snyrtivörur ofan í körfuna líka. Kaup ferðarinnar voru samt klárlega 5 punda náttkjólar í Primark þar sem ég elska þannig náttkjóla.
Arnar á eiginlega skilið verðlaun fyrir að hafa þolað mig í snyrtivörubúðum og öðru þar sem ég er mjög mikill skoðari. Er alltaf að sjá meira og meira hvað hann er mikill keeper haha.
Annað afrek var líka að í fyrsta skipti sem ég fer erlendis eftir að ég gerðist Ræktardurgur og sleppi því að taka með mér æfingaföt. Maður þarf líka að kunna það og njóta enda var þrammað um alla London og fæturnir ansi aumir á kvöldin.

Get ekki sagt annað en að ég sé í skýjunum eftir þessa geðveiku helgi. Mun klárlega aftur fara til London bráðlega.
Over and out, Ale

0 ummæli:

Skrifa ummæli