26.5.15

Back to basicsÞvílíkur rússíbani sem seinasti mánuður hefur verið.
Vegna þess að ég fékk lyklana að minni fyrstu íbúð í hendurnar í upphafi hans og setti allt á fullt frá degi eitt. Það hefur verið stutt milli hláturs og gráturs, í ferlinu að koma öllu í stand. Að sjálfsögðu er það þess virði í dag. Og ég veit að komandi tímar munu taka á og vera krefjandi, en það er bara hluti af lífinu. Ég er ekki frá því að ég sé reynslunni ríkari eftir þetta allt saman og spennt að læra meira fullorðins.Það fyrsta sem ég flutti inn á nýtt heimili var salt, peningur og rúgbrauð. Mér var tjáð um það að þessir þrír hlutir boða gott og þurfa að vera þarna allavega eina nótt áður en maður flytur inn. Ég er svo hjátrúarfull manneskja að ég fór að sjálfsögðu eftir þessu:
Salt
til að eiga alltaf salt í grautinn
Brauð til að eiga alltaf mat
Pening til að skorta aldrei pening.

Ég vinn best ef ég lít á hluti sem ákveðið verkefni og hugsaði standsetninguna á íbúðinni fyrir flutning sem slíkt. Mesta vinnan var að mála allt saman og gerði ég það sjálf með góðri hjálp frá kærustu pabba míns, sem gerir íbúðina bara mun meira persónulegri fyrir vikið.  Ég er þrjóskari en allt og hún líka, þannig við náðum því að klára að mála mest megnis af íbúðinni á fimm dögum. Þrátt fyrir það að hafa gert þetta allt eftir vinnu hjá okkur, ég tel það bara nokkuð vel gert. Við ættum kannski að íhuga að stofna málningarþjónustu?!.. svei mér þá. 
Af því við vorum svona grjótaðar í málningarmissioninu, gat ég flutt inn á laugardegi sem var einstaklega mikilvægt fyrir eina hjátrúafulla, enda talað um að laugardagur sé til lukku.

Þó svo að ég hafi getað sofið í íbúðinni var enn einhver málningarvinna eftir, flutningur á dóti, koma öllu dóti fyrir (ég komst að því að ég á of mikið dót), græja tryggingar, nettengingu og svona gæti ég áfram talið.

Ég get ekki gengið frá ókláruðu verki þannig það var haldið áfram fullum höndum að gera það sem ég gat gert, til þess að geta svo andað rólega. Það fékk því flest annað að sitja á hakanum og elsku Ræktardurgurinn fékk að fjúka út um gluggann fyrir iðnaðarmanninum!

..Sem var ef ég á að segja eins og er alveg kærkomið fyrir ofur metnaðarfullan Ræktardurg, að vera loksins smá kærulaus, stíga út fyrir tækjasalinn og geta sýnt þeim sem fylgja mér að ég er mannleg líka. Ég kom heim eftir vinnu og var til þrjú á næturnar að gera og græja hluti, sem gerði það að verkum að ég mætti einungis á eina og eina æfingu. Það var smá svekkjandi því það er minn tími dagsins að byrja á góðri æfingu. Ég var þar áður búin vera frá lyftingaræfingum eftir að hafa fjarlægt fæðingabletti og með sauma sem þurftu að jafna sig, þannig þetta varð alveg heill mánuður.
 EN sem betur fer er þetta lífsstíll og ég hef alla daga ársins til að bæta þetta upp ;)
Ég tók líka hrikalega á því með því að flytja af þriðju hæð á þriðju hæð.
Að sama sinni fór prepparinn hvað mataræðið varðar út um gluggann með Ræktardurgnum, enda allt í rúst í eldhúsinu fyrstu dagana og því ekki tök á preppi. Líkaminn alveg í ruglinu eftir álag og mikla vinnu, þannig að það var bara leitað í drasl inn á milli með hollustunni.. viðurkenni að Hunangscheeriosin og Love Crunchin urðu aðeins of mörg í öllu þessu ferli og ég hef hér með skráð mig í morgunkorns AA !


Ávanabindandi kombó

Í dag er ýmislegt eftir, það eina sem er svona tilbúið er eldhúsið og ég er líka mega sátt með það og svolítið skotin í því. Enn á eftir að setja upp ljósin sem ég keypti, stofan inniheldur einungis einn sófa, ekkert sófaborð, ekkert sjónvarp, á reyndar borðstofuborð sem ég þarf að sækja til ömmu minnar en á enga stóla við það haha og svona get ég áfram talið. En ég meina HEY ég á allavega íbúð og það þarf víst ekki allt að gerast í gær, ég gef þessu svona ár til þess að verða meira heimilislegt. Þetta kemur allt á endanum :)
Næsta mission er allavega stólarnir og ljósin svo ég geti hent í alvöru skúffukökuinnflutningspartý. KitchenAid vélin sem ég fékk í jólagjöf hefur nú fengið heimili og bíður spennt eftir því að verða notuð.


Draumaborstofuborðið og stólarnir

Ræktardurgurinn er svo að koma stekur til leiks á ný eftir að hafa tekið því rólega og hvílt skrokkinn. Er að keyra lyftingaræfingar hægt og rólega í gang, keypti heilsugrill og bakaði góðan lager af Ale hafraklöttum, það getur ekki klikkað.
Spennt að takast á við þessa viku með það markmið að fá mér ekki neitt hunangscheerios  hehe og mæta á allar lyftingaræfingar og láta Gumma kírópraktor koma mér í stand.


Þvílík gleði og hamingja með nýtt heilsugrill frá Gogga Foreman, fyrir fimm manna fjölskyldu. Ætti að geta preppað mig vel með þetta í höndunum.
Ég var búin að leyfa því að setja svolítið á hakanum að fjárfesta í einu svona tryllitæki, en ákvað að slá til eftir að hafa fundið út að lægsta verðið væri á
Heimkaup.is. Þeir voru svo með 30% afslátt ofan á það og því tilvalið að láta drauminn rætast. Grillið sem ég keypti mér má finna HÉR og þeir eru enn þá með afsláttinn í gangi. Það sem mér finnst einstaklega hentugt með það er að ég get tekið plöturnar af og sett í uppþvotavélina. Svo komu þeir líka með það frítt upp að dyrum í vinnuna, sem var virkilega þægilegt.

Á þeim tíma sem ég var ein með sjálfri mér að mála, hafði ég mikinn tíma til að hugleiða færslur og annað skemmtilegt tengdu síðunni. Mig langar svolítið til að skrifa um tildrög þess að ég ákvað að kaupa mér íbúð, það er smá ævintýrakeimur af því og kannski hafa aðrir gaman af og mögulega smá hvatning sem því fylgir.
Einnig langar mig til að skrifa um húðlyfið sem ég er á. Önnur hver manneskja sem ég tala við hefur verið á þessu lyfi, en samt er lítið hægt að finna af reynslusögum um það á netinu. Mér finnst það mjög skrítið þar sem að þetta lyf er ekkert lamb að leika sér við. Reyndar myndu báðar þær færslur vera þó nokkuð persónulegar, þannig ég þarf að peppa mig í það.
 Svo hefur gamla sálin fundið sína innri kerlingu og finnst fátt skemmtilegra en að skoða blóm, ljós og annað tengt heimilinu, það mun því bætast við það sem ég skrifa um nú þegar.

Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra, takk fyrir að fylgjast með mér þrátt fyrir að ég hef ekki verið dugleg í blogginu á nýju ári.

Þangað til næst
LOVE ALE
<3

5 ummæli:

 1. Þú ert flottust æði að þú gast keypt þér íbúð en má ég spyrja býrðu ein eða hvað.
  Þú ert samt allgjört æði og ég lít gegt mikið upp til þín 😏

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk fyrir hrósið og já ég bý bara ein :)

   Eyða
  2. Hvar býrðu ?

   Kveðja sigríður

   Eyða
  3. Ég bý bara í Reykjavík í Breiðholtinu :)

   Eyða
  4. Já okey mér sýndist ég nefnilega sjá þig í Grafarholti um daginn

   Kveðja sigríður

   Eyða