1.6.15

Grill, prepp og gleði


Til hamingju ég og halló mánudagur !

Heil vika af æfingum tékk og mætt á morgunæfingar á nýjan leik. Náði meira segja að halda mér frá Honey Nut Cheeriosinu fram á laugardag. Það er afrek miðað við seinustu vikur (sjá seinustu færslu). Ég má hinsvegar enn vinna í bætingum, en það er gott að gera allar breytingar í litlum skrefum til þess að koma í veg fyrir að springa í miðri viku. Líkaminn er greinilega orðinn of góðu vanur hehe..

En ég er
ÓTRÚLEGA spennt að keyra nýja viku í gang og nýtti gærdaginn til þess að nesta mig vel upp fyrir vinnuna þessa vikuna og þrífa. Elska að dúlla mér við svona á sunnudögum með tónlistina í botni. Ég gæti svo auðveldlega verið Bree Van De Kamp úr Desperate housewives og bara verið heima hjá mér að þrífa, elda mat og baka.

EN að máli málanna og ástæðuna fyrir því að ég settist til skrifa.... Ísskápurinn minn myndarlegur og stútfullur af hollustu fyrir vikuna.

Ég er í svo miklum preppgír eftir að ég eignaðist nýja elskulega Gogga Foreman grillið mitt.
Ég hef fengið talsvert af fyrirspurnum um það og hvernig ég elda matinn minn á því, sem gaf mér hugmynd af þessari færslu. Hef reyndað skrifað um svipað áður, en það er svo mismunandi hvað ég er að gera. Oftast fæ ég tímabundið æði fyrir eitthverju og fannst tilvalið að taka saman uppáhalds nestið mitt fyrir vinnuna þessa dagana.

Þvílíkur munur að vera komin með grillið, það er svo snöggt og fljótlegt. Það að baka brillurnar í ofninum er frekar tímafrekt og ég er ekki mjög hrifin af steiktum kjúkling.

Grillið keypti ég eins og áður sagði á Heimkaup.is og fékk sent frítt að dyrum í vinnuna. Ég ákvað að velja þessa stærð (fyrir fimm manna fjölskyldu) þrátt fyrir að búa ein af því að þannig get ég eldað fyrir nokkra daga. Ég tékkaði einmitt og það komast nákvæmlega fimm bringur fyrir á grillinu. Það er svo hægt að taka plöturnar af og setja í uppþvottavélina, sem ég tel mikinn kost því það er ótrúlega leiðinlegt að þrífa grill með föstum plötum. 

Á grillið set ég oftast nær bökunarpappír af því að það dregur úr óhreinindum og þannig verður bringan mýkri. Það er nóg að grilla bringurnar í sirka 10-12 mín og ég krydda þær eftir á með hvítum pipar, svörtum pipar og salti sem er uppáhalds kryddblandan mín.


Bringan vafin í bökunarpappírinn
Þetta trikk lærði ég hjá engum öðrum en meistara Bess

Hér koma svo nokkrar góðar hugmyndir og ráð af uppáhalds nestinu mínu. Smellti myndum af undirbúningnum í gær til þess að geta deilt með ykkur lesendur kærir.


Fyrir prepp mission!
Ég er mikið fyrir hrísgrjón, elska þau. Finnst þau reyndar mismunandi góð eftir tegundum. Smakkaði þessi um daginn hjá Katrínu og Magga og þau eru fáranlega góð. Fást í Bónus í TRÖLLA pakningu og svo þessari sem er á myndinni. Svo eru þau líka enga stund að sjóða.


Bringa og grjón 
Ég set bringu og grjón í nestisbox fyrir næsta dag, restina geymi ég í sitthvoru nestisboxinu, grjónin sér og bringurnar sér. Ég á alltaf til fjölbreytt meðlæti sem ég get valið úr hverju sinni.


Brot af meðlætinu
Ég fæ hinar furðulegustu kreivings stundum. Efst þar á lista þessa dagana er tómatsósa sem ég fæ mér oftast með kjúllanum eins ógirnilegt og það hljómar. Þessi kreivings lét mig reyndar fá kreivings í pylsur haha. Svo finnst mér þessar litlu gulrætur svo góðar, þær steiki ég á pönnu með PAM spreyji ásamt öðru grænmeti.


Geggjað hrísgrjóna kombó
Þetta er eitthvað sem þið verðið að prufa!!
Ég set sem sagt grjónin ofan í nestibox með bringunni. Við þau hræri ég einni teskeið af sýrðum rjóma og krydda með svörtum pipar. Þegar ég fæ mér svo að borða í vinnunni, set ég grjónin í örbylgjuna og hita í um það bil eina og hálfa mínútu. Þannig hitnar þetta og verður eins og ostur og það mun fituminni en venjulegur ostur. Ég kaupi fituminnsta sýrða rjóman sem er 5% frá Mjólku.


Kaldur hafragrautur
Ég er ótrúlega hrifin af köldum hafragraut og er með æði fyrir honum núna. Það er sem sagt grautur sem ég græja deginum áður og geymi inn í ísskáp yfir nóttu. Ég er búin að prufa tvö kombó sem ég deili hér fyrir neðan. 

40 gr hafrar
1/4 banani eða 30 gr bláber
10 gr rúsínur 
Hálf teskeið gróft kókosmjöl
Kanill eftir smekk

Við þetta set ég smá vatn af því ég fíla að hafa grautinn klesstan. Blönduna hita ég í örbylgjunni í 1 og hálfa mínútu, set beint í nestisbox og inn í kælinn.
Prufaði meira segja að setja kalda grautinn í sparigallan á laugardaginn, þá setti ég aðeins meira af kókos og banana og kreisti smá akasíuhunang út á.. var eins og nammi.Kaldur bláberjagrautur tilbúinn
Virkar reyndar ekki girnilegt en ég LOFA að bragðið er ljúft.


Létt Óskajógúrt sem millimál með smá höfrum út á
Ég er svolítið skotin í þessu jógúrti, það er svo ótrúlega gott og sætt á bragðið. Ég bæti gjarnan smá höfrum eða weetabixi út á til að gera það aðeins matmeira.


Möndlur og kasjúhnetur
 Ég fékk æði fyrir kasjúhnetum um daginn og blanda þeim yfirleitt við möndlur eða rúsínur upp á fjölbreytileikan. Þegar ég fæ mér svona millimál vigta ég það, því að hnetur eru lúmskt hitaeiningaríkar. Ég fæ mér 35 gr sem eru sirka 200 hitaeiningar og flott viðmið fyrir millimál.

Ég vona að þessar hugmyndir nýtist ykkur vel !
Ef að þið prufið eitthvað af því sem ég deili fyrir ofan, væri einstaklega skemmtilegt ef að þið mynduð deila því með mér.

GÚRMARINN over and out
Þangað til næst
LOVE ALE
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli