26.4.15

bætingar og kætingar í bland við hugleiðingar



Ég er eitthvað hrikalega mótiveruð þessa dagana, held að það komi án gríns eldglæringar á eftir mér þegar ég labba.
Ég er bara svo virkilega spennt fyrir komandi tímum!
Seinustu daga hef ég hugleitt ýmisleg..hvað mig langar til að gera með þá miðla sem ég held utan um, hvað mig langar að gera með formið mitt og já..bara lífið sjálft.

Það er alveg hreint ótrúlegt hvað ég get gleymt mér í mínum eigin hugleiðingum á æfingum, enda fæ ég flestar mínar hugmyndir þar. Þegar ég kem í vinnuna eftir æfinguna, skrifa ég þær niður svo ég gleymi þeim ekki.

Það erfiðasta sem ég er búin að tækla með sjálfri mér eru bætingar varðandi formið og hvert mig langar að stefna. Slíkar hugleiðingar krefjast mikillar sjálfskoðunar, þar sem ég er mögulega minn versti gagnrýnandi. Ég er líka heppin að hafa góða að og fæ því einnig mjög hreinskilin álit frá Katrínu og Magga, sem ég kann virkilega að meta. Ég er þeim svo innilega þakklát fyrir allt sem þau hafa gert fyrir mig í kringum minn keppnisferil.


Uppáhalds myndin mín frá seinasta móti

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég ætla ekki að keppa næsta árið og frekar setja stefnuna á bætingar, ekki endilega fyrir mót, heldur fyrst og fremst fyrir sjálfa mig. Af því að mér finnst svo gaman að vinna að bætingum og sömuleiðis hvetjandi og skemmtilegt að hafa markmið til að stefna að í ræktinni, það heldur mér við efnið.
 Svo EF eða kannski réttast sagt ÞEGAR (ungfrú metnaðarfull að tala) þessum bætingum verður náð, er aldrei að vita nema ég stígi á sviðið á nýjan leik.
Það að keppa er einungis áhugamál eins og ég hef svo oft tekið fram áður og geri ég það fyrir engan annan en sjálfa mig, af því að mér finnst það svo ótrúlega gaman.. l
ífið hefur upp á svo margt annað að bjóða heldur en fitness og er einungis brot af því sem ég geri og hef í höndunum.  
Mér finnst mikilvægt í hvaða sporti sem er að viðkomandi láti sportið ekki stjórna lífi sínu og því gott að stíga út fyrir keppnishugleiðingar endrum og eins.

Síðan ég byrjaði hef ég verið í nokkuð góðu formi, fyrir utan þegar ég tók þetta skrefinu lengra í bætingamissioninu árið 2013.. þá tókum við BULKIÐ á annað level. En þess á milli hef ég verið nokkuð venjuleg, en einnig verið mjög skorin.
Seinasta árið var mér mjög krefjandi þar sem ég gekk í gegnum erfið veikindi, sem ég hef ekki enn fengið skil á, en það góða er að ég hef ekki fengið svona kast síðan um jólin.. 7.9.13.
Á þeim tíma sem ég var sem veikust flugu af mér 10 kg.. takk fyrir góðan daginn !
Þannig að vera á þeim stað sem ég er í dag þykir mér mjög vel gert, enda lifði ég bara á ristuðu brauði, kók í dós, hafraklöttum og frostpinnum allt seinasta sumar.

Til þess að ná bætingum þarf að vera eitthver efniviður til staðar og því ekki hægt að ná neinum árangri hvað það varðar ef maður er alltaf mjög skorin eins og ég hef verið seinustu árin. Því ætla ég héðan af að vera ögn kærulausari í mataræðinu.. er ekki að tala um pizzur og ís öll kvöld, en borða stærri skammta af hollum og góðum mat og leyfa línunum að mýkjast aðeins hehe :)
Þetta verður erfitt verkefni fyrir mig uppá andlegu hliðina að gera, en ég er meira en tilbúin að takast á við það. Við erum líka einungis að tala um sirka fjögur kíló, sem gerir það að verkum að ég verð smá fylltari.

Ég varð svo gífurlega mótiveruð eftir að tekið þessa ákvörðun að ég kom við í Perform.is og bætti á birgðirnar í samræmi við mín markmið.
Hver veit nema ég leyfi ykkur svo að fylgjast með bætingum á
Ale Sif, Instagram og hér..
Það er spennandi en jafnframt krefjandi verkefni sem ég hef fyrir höndum !


Fékk mér Syntha-6 til þess að drekka eftir æfingar eða nota sem millimál, það er aðeins matmeira heldur en hreina próteinið því að það inniheldur einnig kolvetni.
Mér finnst það líka geggjað út í shjeik með frosnum ávöxtum, setti einmitt video inn á Ale Sif um daginn, set tengil með HÉR.

Ég ætla að skiptast á að drekka það og Hydro Whey eftir lyftingaræfingar, en Hydro Whey er mjög fljótvirkandi prótein.


Glútamínið er einskonar vítamín þar sem það styrkir ónæmiskerfið og kemur í veg fyrir niðurbrot á vöðvum.
Einnig ætla ég að bæta kreatíni við þegar lengra á líður.

Eins og ég nefndi hér ofar þá hef ég mikið velt fyrir mér hvað mig langar að gera með þá miðla sem ég hef í höndunum. Ég er alveg í skýjunum hversu góðar undirtektir hafa verið á því efni sem ég hef verið að deila þar og hér. Ég hef svo ótrúlega margar góðar og skemmtilegar hugmyndir sem ég hlakka til að deila með ykkur og vera duglegri að taka myndir og myndbönd.

Það er allavega ekki hægt að segja að ég sitji auðum höndum því eftir rúmlega viku verður næsta fullorðinsskref í lífi mínu tekið.. Flutningar !!
Ég er að rifna úr spenningi og er meira segja búin að finna hvaða skúffukaka verður bökuð fyrir innflutnings-skúffukökupartýið mitt.



Uppskriftina fann ég á eldhussogur.com // tengill HÉR.
Þar ber þessi kaka heitið Besta skúffukakan, þannig hún getur ekki klikkað
.

Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra...
Þangað til næst
LOVE ALE
<3

4 ummæli:

  1. Langaði að skilja eftir komment þar sem ég les alltaf bloggin þín og fylgist með þér en kommenta sjaldan. Hrós til þín fyrir endalausa jákvæðni og skemmtileg blogg. Þú ert frábær fyrirmynd :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Takk innilega fyrir falleg orð og það gladdi mig svo sannarlega að fá komment víjj :*

      Eyða
  2. Okei verð bara að kommenta. Ég er einn mesti skúffuköku perrinn og hef prófað maaaargar uppskriftir en langbesta sem ég hef gert er þessi hér:

    http://grgs.is/2014/08/06/frabaera-skuffukakan-hennar-olafiu/

    kakan verður ekki þurr og kremið með kaffinu er geeeðveikt!!
    kv. þorbjörg :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Haha okei ég held ég þurfi að gera báðar !!
      Takk fyrir þetta Þorbjörg :*

      Eyða