30.4.15

Tímamót hjá Betri Árangri


Pollýannan sem býr innra með mér er svo mikið glöð með góðar undirtektir við nýjustu bloggum og öðru. Ég er réttar sagt í skýjunum og virkilega upp með mér, það er einmitt það sem heldur mér við efnið og hvetur mig til þess að standa mig. Er búin að fá einstaklega fallegar kveðjur sem mér þykir ótrúlega vænt um.
Takk fyrir að deila með mér 
<3

Annars stöndum við hjá Betri Árangri á tímamótum þessa dagana. Loksins létum við verða að því að bæta einni manneskju við teymið, enda tími til kominn.
Það er mjög vand með farið að finna manneskju sem báðum aðilum geðjast vel að. Við töldum það algjöra nauðsyn fyrir svo náið samstarf. Það var því mjög krefjandi verkefni Katrín hafði fyrir höndum og stór skref tekin fyrir okkur tvær, enda búnar að vera eins og samlokur seinustu 4 árin síðan ég byrjaði að starfa með henni. Þjálfunin sjálf fagnar svo 5 ára afmæli á árinu... pant baka KÖKU.

Ég myndi segja að við höfum algjörlega dottið í lukkupottinn að hafa fengið hana
Ingibjörgu til leiks við okkur, þvílíkur gullmoli sem hún er. Við höfum líka komist að því að við erum skuggalega líkar í mörgu, Katrín segir að hún hafi bara fundið aðra Ale sem eru orð að sönnu.
Það má lesa meira um nýja þjálfunarskrokkinn HÉR :)


/// Við þrjár samankomnar í afmæli seinustu helgi

Þetta gerir okkur kleift að taka þjálfunina á annað level og vinna með aðra hluti í kringum hana, eins og t.d. Instagramið okkar sem við erum farnar að nýta betur. Með því langar okkur að hvetja aðra áfram og fáum til liðs við okkur stelpurnar í þjálfun með hashtöggunum #fitsucesss & #fitusccessiceland. Virkilega spennandi byrjun á því sem koma skal í náinni framtíð.


Ég gekk í sama mission með Instagramið mitt og er farin að setja meira efni þar inn sem ég er ekki endilega að setja inn á likesíðuna mína. Ert þú ekki pottþétt að fylgjast með?


Í tilefni komu Ingibjargar fór ungfrú Bess í verslunarleiðangur og græjaði merkta boli á okkur allar. Ég elska að vera vel til höfð í ræktinni og var því virkilega glöð með þessa viðbót, enn skemmtilegra að vera merkt þjálfuninni sem ég er stolt að fá að vera hluti af. Mér finnst magnað hversu mikið hún hefur dafnað seinustu árin og er mikil tilhlökkun hjá okkur öllum að gera hana enn betri, enda miklar og STÓRAR hugmyndir á lofti.


/// Það er greinilegt að ég er að hafa góð áhrif á þjálfunina þar sem allir bolirnir eru bleikir hoho

Þangað til næst
LOVE ALE
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli