19.4.15

gúrmið og ræktin



Ég hef það á tilfinningunni að ég verði óstöðvandi í gúrminu þegar ég flyt og tölum nú ekki um þegar ég fæ að VÍGJA Kitchenaid vélina mína. Hún bíður spennt ennþá í kassanum heima hjá ömmu minni, eftir að ég sækji sig á nýja heimilið okkar. Svo á ég náttúrlega Nutribulletið mitt og fæ mitt eigið eldhús, sem verður klárlega mikið notað í eitthverja snilld. Draumurinn er að eignast djúsvél í náinni framtíð, en það eru aðrir hlutir sem ganga fyrir þegar maður á ekki neitt í innbúið hehe..



Seinustu tvær vikurnar er ég búin að vera ein heima og hef verið dugleg að elda og bjóða vinkonum mínum í mat, er með nokkrar uppskriftir í pokahorninu sem eru á leiðinni í mataralbúmið mitt á Ale Sif þannig ég mæli með því að fylgjast vel með.

Gerði einmitt uppfærslu af "Ale hafraklöttum" sem hafa slegið rækilega í gegn. Ég er svo mikill Honey Nut Cheerios aðdáandi að ég prufaði að bæta hunangi, auka kókos og valhnetum við upprunalegu uppskriftina og er mjög sátt með útkomuna. Góð tilbreyting, en hana hugsa ég sem spari þar sem hún er talsvert hitaeiningaríkari en venjulegu klattarnir.



Tengil á uppskriftina í heild sinni má finna HÉR

Svo er ég mjög spennt fyrir því að prufa að rista möndlur, hnetur og súkkulaðihúða það sjálf og er að safna saman slíkum uppskriftum til að velja úr og henda í framkvæmd.

Eins og t.d. hungangsristaðar möndlur..



Það má eiginlega segja að þessar tvær vikur hafi verið kærkomnar svona korter í flutning, þar sem ég fæ einskonar prufu á því að sinna heimilinu á nýjan leik og vera ein með sjálfri mér OG það mikilvægasta sem ég hef afrekað er að læra að slaka á enda tími til kominn !!
Ég er meira segja búin að horfa á fimm þætti úr seríu sem ég hef ekki gert seinustu 3-4 árin.
Til hamingju ég :D

Annars er það bara sama gamla rútínan.. ræktin, vinna og gleði samhliða því. Fór einmitt í mælingu seinasta föstudag hjá Katrínu og við festum niður markmið fyrir komandi tíma, finnst það svo gott upp á að ég hafi einhverja gulrót til að stefna að. Við munum svo mæla mig og taka myndir á 4 vikna fresti til þess að hvetja mig áfram og halda mér við efnið. Það er því ekkert gefið eftir í æfingunum frekar en fyrri daginn, enda
MINN TÍMI dagsins að mæta í eitt stykki grjótaða æfingu á morgnana.

Svo kemur bara í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér hvað mót varðar, ég ætla hinsvegar að setja stefnuna á að vera í mínu allra besta formi í lok þessa árs og bæta það sem mig langar til þess að bæta. Fyrst og fremst ætla ég samt að hafa gaman af þessu og ekki gleyma því að njóta þess að vera til.. þannig dass af kæruleysi er eitthvað sem ég þarf að temja mér líka.





Ég fæ alltaf auka boozt eftir mælingu til þess að standa mig betur og fór og keypti mér nuddbolta í Hreysti, bleikan að sjálfsögðu. Það hefur verið á dagskrá lengi að kaupa þannig sem ég loks gerði og mæli ég algjörlega með slíkum kaupum fyrir aðra Ræktardurga sem stunda ræktina grimm. Það er svona "góðvond" tilfinning að nota hann, enda nær hann að nudda dýpra heldur en t.d. foam rúllan, saman er það kombó svo snilld.

Einnig peppaði það mig til þess að finna nokkrar æfingar á Instagram sem ég prufaði í ræktinni um helgina. Er komin með margar góðar sem ég þarf að taka upp og deila með þeim sem fylgjast með og mögulega með árangri og bætingum líka.. ef ég þori !

Læt þetta gott heita í bili... 
Þangað til næst kæru lesendur.
LOVE ALE
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli