9.3.15

I'm alive


Ég er ekki týnd og tröllum gefin elsku dúllur...

Þannig er mál með vexti að ég hef verið verið að takast á við ýmsa spennandi og krefjandi hluti sem ég vonandi get deilt með ykkur á komandi dögum. Svo er alltaf nóg að gera hjá Betri Árangri, skrifa greinarnar fyrir DV, farða, ræktast, hvílast og ég er mjög meðvituð eftir að hafa sett markmið fyrir árið 2015, að njóta lífsins Þess vegna hef ég svolítið velt fyrir mér framtíð þessarar síðu.

Eftir miklar hugleiðingar hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég get engan vegin ímyndað mér það að sleppa tökum af henni. Hér deili ég hlutum sem myndu ekki eiga erindi í blað, hlutum sem ég get ekki tjáð í einni laufléttri Instagram mynd eða með færslu á likesíðunni minni á facebook. Þar að auki finnst mér svo gaman að skrifa OG mér þykir svo vænt um alla sem fylgjast með mér hérna og það hvetur mig áfram með það sem ég geri. Þess vegna er ég hingað komin á nýjan leik og vona að þessi bugun mín í tvær vikur verði fyrirgefin af þeim sem fylgjast reglulega með mér.

Síðan ég bloggaði seinast hefur margt spennandi gerst og mér finnst ég hafa lært svo ótrúlega mikið á þessum þremur mánuðum á þessu ári. Mér finnst það eitthvað svo gaman og ómetanlegt og hlakka til að gera meira með allt þetta góða sem ég hef í kringum mig.
Lofa góðri færslu inn í vikuna.. fylgist með !
Ykkar einlæg
ALE
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli