12.3.15

Augnhárahugleiðingar í tilefni helgarinnarSvona í tilefni helgarinnar sem inniheldur oftar en ekki skemmtanir og aðra gleði, fannst mér tilvalið að taka fyrir gerviaugnhár. Þegar ég fer eitthvað út að skemmta mér eða fer eitthvað fínt (sem gerist samt reyndar nánast aldrei, kv.gamla sálin) þá finnst mér augnhárin kóróna lúkkið fyrir kvöldið. Oftar en ekki er um aðeins meiri förðun að ræða en dags daglega, sem mér finnst einhvern vegin njóta sín betur með gerviaugnhárum. Tala nú ekki um þegar ég mála mig yfir höfuð, þá er það maskarinn sem toppar heildarlúkkið.

Mér finnst einstaklega gaman að prufa mig áfram með maskara og augnhár enda hluti af minni vinnu að vera með puttann á púlsinum hvað þá hluti varðar. Það er líka gaman að sjá að það eru alltaf ný og ný merki að bætast við markaðinn hérna heima sem eykur fjölbreytnina.

Uppáhalds maskararnir mínir eru þrír:Colossoal frá Maybeline 100% black er þar efstur á lista. Elska hvað hann gerir augnhárin flott. Hann er ekki of blautur og ekki of þurr og greiðir þar af leiðandi vel úr augnhárunum, þannig þau ná að njóta sín almennilega.


Pumped up frá Maybeline nota ég oft fyrir farðanir, með gerviaugnhárum og líka ef ég vil hafa aðeins meiri þykkt í augnhárunum. Hann reyndar er mjög svipaður þessum gula en aðeins blautari og meira þekjandi að mínu mati.


Sá þriðji heitir Better than Sex og er frá Too Faced, hann fæst því miður bara í Sephora í USA. Hann er aðeins öðruvísi en hinir, meira blautur og klístraður en gerir augnhárin þétt og falleg án þess að þau klessist.

Aukalega nota ég:


Laxerolíu svona annað hvort kvöld þegar ég man eftir því. Hana greiði ég í augnhárin með maskaragreiðu sem ég þreif bara þegar ég hennti maskaranum. Ég hef lesið mér mikið til um þetta og ég finn sjálf mun þegar ég geri þetta reglulega.Sumir augnfarðahreinsar gera það að verkum að mér svíður undan þeim, aðrir þrífa málninguna ekki almennilega af og svo eru það þessir sem taka af þér augnhár í meira lagi við þrifin. Ég fann þennan frá Garnier 2in1 express í Krónunni sem er mjög vægur og þægilegur í notkun, nota hann líka til að þrífa andlitið. 


Besti augnhárabrettari sem ég hef prufað er frá Shisheido... LUVIT !

Og síðast en ekki síst.. til að kóróna þetta hugleiðingablogg..

Uppáhalds gerviaugnhárin mín:

*Þegar þú velur gerviaugnhár skaltu vera meðvituð um að bandið sem heldur þeim saman sé ekki of stíft, slík augnhár eru oft erfitt að setja á og hvað þá haldast yfir daginn. Það er til gífurlega mikið úrval og það fara ekki öll augnhár manni vel. Þetta fer allt eftir því hvernig augun þín eru í laginu og er því gott að fá ráðleggingar í búðinni sem þú ert að versla í.
MAC augnhár númer 36
Þessi eru í miklu uppáhaldi hjá mér þar sem þau eru ekki of þykk, svona frekar náttúruleg og lengri út á endana. 
MAC augnhár númer 48
Þessi nota ég ef ég vil hafa mjög ýkt augnhár, hef til dæmis oft notað þau þegar ég er að keppa.


MAC augnhár númer 34
Þessi eru aðeins þéttari, þynnri og lengri en #36 og svona löng á endana. Mjög flott og ekki svo gífurlega áberandi.MAC augnhár númer 35
Þessi eru dálítiið ýkt og ekki alltaf til í MAC. Komu samt í einhverjum línum, er ekki alveg með þetta á hreinu. Hef notað þessi þegar ég er með mikið makeup og jafnvel þegar ég keppi.

*Mac augnhárin eru í dýrari kantinum en borga sig í rauninni upp því ef þú ferð vel með þau getur þú notað þau ansi oft.


RED CHERRY augnhárin
eru ný uppáhalds hjá mér.
Ég var eitthvað að flakka á netinu þegar ég rakst á facebook síðu sem selur þessi augnhár, hana má finna HÉR.
Ég fór eitthvað að lesa mér til um þau og sá að Kim Kardashian sjálf notar þau mikið og eru hennar uppáhalds númer 43 sem ég auðvitað varð að eignast.
Það góða er að það er hægt að nota þau oftar en einu sinni, þægileg ásetningar og þau kosta bara 1000 kr. Fékk valkvíða hvaða augnhár ég átti að velja mér þegar ég fór út um daginn eftir að hafa mátað þau öll en KIM K special varð fyrir valinu.

Keypti mér
Demi Whipser / Whisper / #43 / #217


Augnhárin í Make Up Store eru líka virkilega góð hvað gæðin varðar og hægt að nota oftar en einu sinni. Ég reyndar fann ekki nægilega góðar myndir til að sýna munin en mín uppáhalds þar heita Doll, Lady og Lola.

Svo er líka bara hægt að rúlla við í Hagkaup og versla frá KISS.


Þá sýndist mér af því sem ég skoðaði á netinu að þau sem heita eitthvað Au Naturale eða Diva eru að koma best út. Mikið af þeim eru of þétt og því of stíf, þannig fíla ég ekki. Því náttúrulegri því fallegri koma þau út. Þetta eru einnota augnhár, svona yfirleitt.


Það sama á við þegar þú verslar Depend, því náttúrulegri því betur koma þau út. Ég kaupi yfirleitt þessi sem eru á myndinni, mig minnir að þau sé númer eitt. Það er æskilegt að kaupa augnháralím sér til að eiga þegar þú kaupir þér ódýrari augnhár, límið sem fylgir er ekki svo gott.Mér finnst hvítt duo koma lang best út en ég grunna samt alltaf fyrir augnhárum með svörtum eyeliner og set hann smá yfir límið þegar það er að þorna.

Mig langar svo líka til að prufa augnhárin frá
Inglot og NYX það er klárlega á todolistanum mínum ásamt því að prufa Tanya Burr augnhárin sem fást í Hagkaup.

Eigðu ljúga helgi
Þangað til næst

LOVE ALE
<3

3 ummæli:

 1. Kjólar&konfekt selja líka Tanya Burr augnhárin :)

  SvaraEyða
 2. Do you need Personal Loan?
  Business Cash Loan?
  Unsecured Loan
  Fast and Simple Loan?
  Quick Application Process?
  Approvals within 24-72 Hours?
  No Hidden Fees Loan?
  Funding in less than 1 Week?
  Get unsecured working capital?
  Email us:(greenlightcapitalcorporation@gmail.com)

  Application Form:
  =================
  Full Name:................
  Loan Amount Needed:.
  Purpose of loan:.......
  Loan Duration:..
  Gender:.............
  Marital status:....
  Location:..........
  Home Address:..
  City:............
  Country:......
  Phone:..........
  Mobile / Cell:....
  Occupation:......
  Monthly Income:....

  Email us(greenlightcapitalcorporation@gmail.com)

  SvaraEyða
 3. Great blog you have. I was wondering do you take any suppliments? Besides protein?

  SvaraEyða