17.2.15

Glaður ræktardurgur þakkar fyrir móttökur og kveðjur


Það var í desember sem ég fékk tilboð sem ekki var hægt að hafna..

Ég hef lengi átt þann draum að verða blaðamaður eða jafnvel skrifa bók því ég elska að skrifa mér til gamans.. það er eitthvað svo gott og gefandi fyrir sálina og mér finnst alveg einstaklega gaman að orða hlutina á skemmtilegan og hressan máta.
Það hinsvegar hvarlaði aldrei að mér að það yrði að veruleika, hvað þá að ég myndi reyna að láta það verða að veruleika.

En hér hef ég í dag ritað mína fyrstu grein sem blaðamaður hjá DV og var það einmitt tilboðið sem mér stóð til boða í enda seinasta árs.
Frekar magnað og stórt tækifæri sem ég er afar þakklát fyrir.
Ég gerði mér engan vegin grein fyrir því hversu magnað það væri fyrr en ég sendi inn fyrstu greinina, þá fyrst varð þetta að veruleika.

Ég ákvað að hafa fyrstu greinina sem einskonar kynningu á sjálfri mér enda mun stærri vettvangur en ég er vön og því skemmtilegra að grunna það sem koma skal.
Þeir sem fylgjast með mér á blogginu, Instagram og likesíðunni velja að fylgjast með mér og þekkja þá yfirleitt til mín.
Ég fékk það verkefni í hendurnar að finna nafn á síðuna mína.. það fyrsta sem kom í huga minn var Ræktardurgurinn og það besta er að þegar ég sagði Katrínu frá því að ég þyrfti að finna nafn fyrir síðuna þá var það fyrsta sem kom upp úr henni sama nafnið.. ég leit á það sem meant to be.

Ég er ekki frá því að hafa upplifað smá spennufall og gæsahúð þegar ég opnaði DV inn á ónefndri bensínstöð í Kópavoginum í gærmorgun.
Þangað fór ég beinustu leið eftir að hafa byrjað daginn á kírópraktortíma að versla eitt stykki DV með hjartað á milljón og fiðrildi í maganum af spenning.

Mig langaði til að þakka fyrir allar kveðjurnar á facebookinu og like-in á myndina af ofurglöðum Ræktardurg með brakandi ferskt DV í hendi.



Það gladdi mig líka að reka augun í þetta.
En greinina má líka lesa á DV.is HÉR og mun ég einnig vera með pistla þar reglulega.


TAKK INNILEGA frá mínu hjarta <3
Ekkert smá ómetanlegt að sjá hversu margir samgleðjast manni.

Ykkar einlæg
ALE
<3

1 ummæli:

  1. Sæl Alexandra

    var að spá hvort þú gætir mælt með einhverri góðri mittisæfingu!?
    eitthvað annað en hliðarplanki og lyfta upp fótum :)
    annars kann ég að meta instgram videoin þau hjálpa mikið :)

    kv.Kolla

    SvaraEyða