16.2.15

Mini bag luvin


Á tímabili var ég svo æst á leiðinni að kaupa mér MK tösku og veski í stíl eins og hálft landið á í dag, en sem betur fer sá ég af mér og hélt mig við aðeins ódýrari range.
Ég fór í Michael Kors í seinustu Florida ferð og sá af mér, fannst 60 þúsund ekki alveg þess virði fyrir tösku og veski og fór frekar í H&M og keypti eina sem hefur reynst mér vel, sparaði líka alveg 55 þúsund krónur á þeim kaupum.
Með því að halda mig við ódýrari týpurnar get ég líka átt nokkrar í einu og skipt eftir fíling og outfits... sem er afar góður kostur.

Þessa dagana er ég ástfangin af nýjustu viðbótinni við safnið sem ég fjárfesti í
SIX í Smáralindinni um daginn og bloggaði einmitt um í shopping blogginu mínu.
Mini bagið mitt fer með mér allt sem ég fer og ég finn varla fyrir henni, svo er hún líka virkilega smart og classy þrátt fyrir að vera svona ótrúlega krúttleg og lítil.
Og það góða er að ég kem lúmskt miklu dóteríi ofan í hana sem er nauðsyn á förnum vegi fyrir ofurskipulagða manneskju eins og mig.
Veskið sem ég keypti með var líka mjög stórt skref upp á við, kvennlegt og fínt.
Vinur minn hló af mér um daginn þegar hann sá MEOW veskið mitt sem ég var með um áður en ég skipti því út.



Fyrrum veskið


The Upgrade

Fíla líka hvernig uppsetningin fyrir kortin er, því oft þarf maður helst töng til að ná kortunum úr blessuðu veskinu og það er komin löng röð fyrir aftan mann í búðinni.
Svo lúkkar hún líka vel með hvaða outfit sem er.

Hún var það fyrsta sem ég sá þegar ég kom inn og veskið við hliðina á.
Ég má ekki fara í svona búðir ég verð eins og lítill krakki í Nammilandi (verð eins og lítill krakki þegar ég fer í Nammiland líka reyndar) hehe.. fann svo mikið fínt.
MINI BAG 5.490 .-
VESKIÐ 3.590 .-

Í SIX SMÁRALIND & KRINGLUNNI.

MINI BAG trendið er bara að byrja ef marka má Pinterest.. likeit!

Þangað til næst
LOVE ALE
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli