4.12.14

keppnis, gleði, little things


VÁ hvað ég er eitthvað glöð í hjartanu mínu í dag <3


Ég er svo allan daginn mikið þessi týpa og þarf því rosalega lítið til að gleðja mig.
Bara það að koma heim og Ísa hefur kannski keypt handa mér uppáhalds súkkulaðið mitt, einhver kommentar eitthvað fallegt á mynd hjá mér eða segir eitthvað fallegt... þannig hlutir bara make my day stundum.
Þykir svo vænt um svona hluti sem koma beint frá hjartanu eða hitta beint í hjarta stað :)

Ég las einu sinni kvót sem Larissa Reis póstaði inn eftir mót sem hún keppti á fyrir um tveimur árum og náði ekki toppsæti í sínum flokki ( hún keppir í Figure eða Fitness í USA).
Það hefur fylgt mér síðan því mér finnst þessi orð koma svo inn á það hugarfar sem ég hef ávallt farið með inn í undirbúning fyrir mót og á keppnisdaginn sjálfan að sjálfsögðu.

"
I'm competitive with myself, but not with other people. I set goals for myself. I don't really care about winning or losing as long as I do my best "

Mér finnst fátt leiðinlegra að svara spurningum þegar fólk hittir mig hvort ég sé svekkt, sár, ósátt eða fúl eftir að hafa ekki lennt í fyrsta sæti á seinasta móti.
Auðvitað stefnir maður alltaf að fyrsta sæti þegar maður keppir og er það alltaf markmiðið, en svo er það undir dómurum komið og þinni framistöðu að sjálfsögðu hvernig úrslit enda, þú getur ekki beint hlaupið fyrstur í mark þegar keppt er í sporti eins og þessu.

En ég myndi líka ekki halda áfram að gera þetta, nema að því að mér finnst þetta gaman og þetta fellur vel við OFUR metnaðinn sem ég hef.
Ef það kæmi að því að ég þyrfti að breyta mér einhvern vegin á þann hátt sem mig langar ekki, þá yrði það endapunktur fyrir mig.

Því mér finnst mikilvægt í hvert skipti að vera SÁTT með sitt og að sjálfsögðu sigra sjálfan sig og gera betur en seinast.
Ég vil ekki geta litið til baka og svekkt mig á einhverju sem ég hefði mátt gera betur.
Þess vegna er ég líka bara ALLIN í undrbúningnum frá degi eitt og tek aldrei ákvörðun um þáttöku nema rétt áður en skráningu lýkur.
Útgeislunin á sviðinu stjórnast svo ótrúlega mikið út frá eigin líðan.

Til þess að svara þeim vangaveltum um hvort ég sé ósatt eða annað í þeim dúr, þá er svarið svo algjörlega á þann veg að ég er langt því frá ósátt.
Réttar sagt hef ég aldrei verið jafn ánægð með árangurinn minn hingað til.

Í dag setti hann Konni þjálfari myndband frá mótinu núna í nóvember.
Verð að bæta hrósi við áður en ég held áfram á þá vinnu sem hann leggur í þetta sport.
Ekkert smá gaman og ómetanlegt að geta fengið að horfa á þetta eftir á, alveg til fyrirmyndar :)TENGILL Á MYNDBANDIÐ MÁ FINNA HÉR

Fyrir mér er í rauninni ekkert mál að mæta á æfingar hvort sem það er að brenna eða lyfta því ég nýt þess í botn, bæði fæ ég mikla útrás í brennslunni og lyftingunum.
Veit fáar tilfinningar sem eru jafn ljúfar og að labba rennisveitt útaf æfingu.
Mataræðið er svo einnig nokkuð auðvelt fyrir mig enda örugglega komin með procard í yfiferð matardagbóka, að sama sinni eru aldrei neinar öfgar í því og ég borða hollt allan árasins hring og þarf því einungis rétt að skerpa á því fyrir mót.

HINSVEGAR hef ég átt ótrúlega erfitt með að sinna því að teygja, labba á hælum, pósa og vera full sjálfstrausts á sviðinu.. þrátt fyrir að eiga ekkert mál með að kenna öðrum það.
Fyrir þetta mót ákvað ég að vinna í þessu og fékk miss Síams, mína litluSTÓRU systir Ísabel til að hjálpa mér, enda hefur hún keppt sjálf og getur verið alveg brútal honest.Síams saman á góðri stundu!

Það er því henni að þakka ásamt Katrínu, sem stimplaði það inn í hausinn á mér að ég fengi ekki að keppa nema vinna að þessum bætingum.
Að ég er virkilega sátt og get horft á myndbandið frá mótinu með bros á vör, gæsahúð og eiginlega bara í skýjunum yfir bætingum frá því allra fyrst... kom mér virkilega á óvart hversu örugg ég er á sviðinu.. svo mikill sigur.
Það eru þessir hlutir sem gera þetta allt þess virði og mig glaða í hjartanu !
Ég vissi ekki að ég hefði þessa bombueiginleika í mér :)

Gott má samt alltaf gera betur og því bara markmið í náinni framtíð að bæta það sem bætast getur ef stefnan verður aftur sett á sviðið í náinni framtíð.

Ykkar einlægi glaði ræktardurgur og fitnessnaggur
ALE
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli