7.12.14

Jóladaydreaming



Staðan á K69 eftir OFURjólahreingerninguna sem við síams tókum hér í morgun.
Kickstörtum flesta sunnudaga á morgunbrennslu til að byrja nýja viku, svo tókum við round two í brennslunni ásamt smá hafrakökubakstri sem lét íbúðina ilma eins og kanil...
Bara kósý !

Ég segi annars alltaf að hugurinn ber mann hálfa leið, þar sem það hefur sýnt sig og sannað í gegnum tíðina.
Þá reyndar hvað árangur, rétt hugarfar og annað varðar.. en ætli það virki líka á þá hluti sem manni langar í !? 



Það er allavega hægt að dreyma og leyfa huganum að reyka.
Geri það oft fyrir í símanum á elsku Pinterest þegar ég er að detta í svefninn.

Ég er yfirleitt þessi týpa sem fær eitthverja flugu í hausinn um að langa í eitthvað, get þá ekki hætt að hugsa um það og kaupi mér það bara sjálf eftir að hafa sparað fyrir því..
Fer samt allt eftir hvað það kostar.. ýmislegt spennandi sem situr á hakanum hehe..
En ég má allavega eiga það að vera ofpælari mikill og spái þá mikið í öllu áður en ég læt kaupin verða að veruleika, það hefur komið í veg fyrir mörg draslkaup.

Sjálf elska ég að gefa gjafir.. það er svo mikið gaman !
Mér finnst ofur mikilvægt að hver gjöf komi frá hjartanu og skiptir verð mig engu máli.
Þá finnst mér algjört MUST að fá persónulegt og krúttað kort með, finnst það oft mikið skemmtilegra en gjöfin sjálf.


Ég get svoleiðis misst mig í pappírs, korta og gjafabandavali.. þetta þarf allt að vera í stíl.
(sem er mjög fyndið því þetta er nú yfirleitt rifið upp á núll einni).
Það má því segja að ég sé alveg í essinu mínu yfir þennan tíma.. bakstur, pakka inn pökkum, skrifa á kort, versla og ekkert nema gleði

Ég ákvað að leyfa huganum að taka smá daydream rúnt..
<3

Það kemur kannski engum á óvart að mig dreymir enn bleika Kitchen Aid og fær hún því að tróna efst á listanum.




Well hello there beautiful !

Ég einmitt bráðnaði þegar Amma krúttkisi með meiru hringdi áðan til að spyrja hvað mig langaði í jólagjöf og hvað Kitchen Aid kostaði af því hún hefur séð á blogginu mínu að mig langar í þannig og hvort það væri ekki hægt að leggja í púkk fyrir mig.. hversu mikil dúlla!


Dreymir rauða skó.. helst svona Reebook Hi tops 




Einu sinni var ég þessi silfurtýpa en núna elska ég gylltan.. langar svo mikið í svona krúttaðan og petite gylltan hring og hálsmen í stíl til að vera alltaf með.




Það er aðeins búið að ganga á birgðirnar sem ég kom með heim frá seinustu USA ferðinni minni og maður á aldrei of mikið af góðri lykt.
Þrái svona Warm Sugar Vanilla lykt, á hana reyndar ekki sjálf en fann hjá vinkonu minni og ég þrái hana svo gooood og hefði ekki á móti að eiga allt í þeirri línu ásamt Oahu línunni þeirra, spreyjið mitt er að klárast :(




Á svona vesti nema ekki með loði.. finnst það svo fínt og svona húfa er must fyrir kuldaskræfu í stíl við vettlingana sem ég fékk í jólógjöf frá Katrínu og Bess family í fyrra.


Þrái hvíta ferðaburstasett frá MAC, svona mini size og algjör snilld.

Gæti reyndað talið upp fleira misgáfulegt.. eins og Protein Cheerios kassa til að eiga á lager, meira makeupstöff, fleiri föt og annað í þeim dúr en þetta er svona top of my mind.

Svo er bara bakstur og annað skemmtilegt framundan víjjj !

Þangað til næst
LOVE ALE
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli