16.12.14

Hvað mótiverar þig í ræktinni?

Ég er mikill ofpælari og get oft gleymt mér í mínum eigin hugleiðingum.
Ég fór einmitt til heilunarmiðils í fyrsta skipti fyrr í haust og það fyrsta sem hún nefndi var þetta, sagði að heilinn minn fengi aldrei hvíld, væri stöðugt að vinna og pæla.
Þarf víst að vinna í að finna gullna millivegin í því eins og flestu öðru.. 
Kv. Allt eða ekkert týpan !

Ég er mikið búin að hugsa eftir mót... um hitt og þetta.
Það er náttúrlega skrítin tilfinning að fara úr því að vera heeeeltanaður og köttaður í það að fölna og bæta smá á kroppinn aftur (sem er samt náttúrlega bara MJÖG eðlilegt ástand og algjört must).
Sjálf kýs ég að gera það bara hægt og rólega, halda áfram svipaðri æfingarútínu og bæti hægt og rólega inn í mataræðið á nýjan leik.
Það er samt alltaf smá challenge að koma réttri rútínu á og finna út hvað hentar best, tala nú ekki um þegar maður er með svona óþekkan maga !

Svo eru kræsingar á hverju horni þessa dagana þar sem það eru korter í jólin og ég skil ekki hvernig ég get stundum farið yfir matardagbækur alla daga, hjálpað öðrum með sjálfan sig og samt verið hér í dag.. það er nokkuð magnað ef ég hugsa út í það.
Það getur stundum verið erfitt þar sem ég er alveg mannleg og er langt því frá fullkomin eins og sumir halda.

Með því að vera búin að ná langt í þessu sporti, er maður orðin opinber persóna fyrir þá sem fylgjast með sem er smá challenge ásamt því að vinna samhliða því í þessum geira og vera stanslaust að vinna með útlit, mat og annað því tengt.

Gleymi því aldrei þegar Katrín sagði við mig fyrst þegar ákvörðun var tekin um að stíga upp á svið að ég yrði að átta mig á því að þarna væri ég að gefa öðrum mikið færi á að gagnrýna mig..
En svo lengi sem ég get leitt eitthvað gott af mér og snerti aðra með því sem ég geri þá er það ávallt það sem hvetur mig áfram þegar illa gengur og rífur mig aftur á bak.
Því það er ómetanlegt að vita að maður geti haft slík áhrif og þegar uppi er staðið þá veit maður alltaf betur sjálfur og það er það sem skiptir mestu máli
<3



Við fáum oft inn spurningar í þjálfuninni um hvað mótiverar okkur áfram í ræktinni.
Ég hef stundum pælt í því, en aldrei fundið svona eitthvað eitt sem virkilega hvetur mig áfram, nema þá hvatningu að vita að það sé verið að fylgjast með mér.
Núna seinustu daga hef ég mikið pælt í þessu og í kjölfarið skoðað Instagram hjá fullt af erlendum og íslenskum stelpum sem eru í svipuðum sporum og ég..

Ég tók eftir því þegar ég svo renndi yfir mitt Instagram að það sést varla að ég sé fitnesskeppandi fyrir utan nokkrar myndir sem leynast þarna inn á milli, svo það er klárlega eitthvað sem ég ætla að bæta úr.
Þarf smá að stíga út fyrir þægindaramman og pósta inn öðru í þeim dúr með öllum gúrm baksturs og matarmyndunum mínum.. mætti halda að ég væri ungur og upprennandi bakari sem vill samt meina vel og kenna hollan og heilbrigaðn lífsstíl í bland við smá jákvæðni frekar en fitnesskeppandi haha..
Er bara eitthvað feimin við að pósta myndum af mér í ræktinni og hvað þá gera æfingar.

Það sem mótiverar mig áfram þessa dagana....

/// Mér finnst virkilega hvetjandi að skoða Instagram reikninga hjá keppnisstelpum sem sýna það að það er ekki eðlilegt að vera í keppnisformi allan ársins hring og pósta því myndir af forminu ON season og OFF season, kenna hollan og heilbrigðan lífsstíl og sýna skemmtilegar nýjar æfingar ( þá helst rassaæfingar mitt uppáhald ).

///
Svo er alltaf must að hafa gúrmei góðan peppunar playlist sem kemur manni í gírinn þegar maður hitar upp fyrir lyftingaræfinguna og komandi átök.

/// Það að hafa markmið til að vinna að finnst mér algjör nauðsyn sem hvatningu til þess að halda áfram og taka almennilega á því.
Ef ég er ekki með markmið er ég bara ómöguleg..
Gott er að skrá þau niður og hafa þau alltaf þar sem maður sér þau reglulega sem áminningu.

/// Setja mynd á desktopið á símanum eða tölvunni af draumaforminu, oft set ég líka mynd frá seinasta móti sem áminningu um að gera betur fyrir það næsta.

/// Svo er aldrei leiðinlegt að kaupa sér ræktarföt og mér finnst alltaf hvetjandi að mæta vel til höfð í ræktina (engar öfgar) bara þannig ég líti þokkalega vel út, þá líður mér vel og ég tek betur á því.
Mér er reyndar sama þótt ég sé nýskriðin úr rúminu fyrir morgunbrennslur, það er bara kósý.

/// Að hafa góðan ræktarfélaga getur verið hvetjandi ef að báðir aðilar geta gefið af sér. Ég hef verið að mæta með Ástu vinkonu minni á nokkrar æfingar og svo síamsinu mínu henni Ísu í bootayyyworkouts síðustu vikur og það er ótrúlega gaman að fá önnur sjónahorn, tilbreytingu og líka bara að eiga góða stund.

/// Ég setti einmitt inn mynd á likesíðuna mína og Instagram fyrir helgi af jólagjöfinni minni frá mér til mín.
Eitt það dýrmætasta sem þú getur fjárfest í er heilsan.. þess vegna gaf ég sjálfri mér rúllu til að vera duglegri að rúlla og teygja (sem er eitt af mínum markmiðum og ég þarf nauðsynlega að bæta) ásamt púlsmæli.
Ég hef oft fengið spurningar um púlsmælinn í vinnunni en aldrei prufað sjálf.
Nú hef ég verið með þennan fína bleika púlsmæli á mér í viku og hann er alveg einstaklega peppandi og mótvierandi til að taka almennilega á því og gefa ekkert eftir á æfingum.

Mig langar mikið til að heyra hvað mótiverar aðra ????
Megið endilega deila því með í kommentum á færsluna sem hvatningu fyrir aðrar sem lesa og mig að sjálfsögðu :)


Ræktarsíams og jólagjöfin fína, bleikt að sjálfsögðu


Elska að vera á skíðavélinni og blasta þessu í botn í bleiku Beats !


Peppmyndin á símanum mínum.. formið til að bæta ef markmiðið verður mót.


Hef yfirleitt alltaf æft í peysu þegar ég tek fætur til að geta beygt án þess að stöngin nuddi mann, en Ísa snillingur kynnti mér fyrir svona langermabol sem er algjör snilld og því nýjasta viðbótin í ræktarsafnið... var spennt að taka æfingu í svona fínu dressi.

Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra en datt hér í ágætishugleiðingar og set stefnuna á smá JÓLÓræktarhugleiðingar í komandi bloggi.. flestar smá smeykar við komandi hátíð en vonandi get ég komið með góða punkta og pælingar :D

ÞANGAÐ TIL NÆST
LOVE ALE
<3

1 ummæli:

  1. Min Motevering þessa dagana er að hitta Erin á æfingu ;)

    SvaraEyða